Maðurinn sem vildi "sprengja mig til helvítis"

MÞHUm þessar mundir eru þrjú ár liðin síðan að Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði fræga færslu á spjallvefinn Málefnin um að hann vildi "sprengja mig til helvítis" með Birni Bjarnasyni og Halldóri Blöndal, hvorki meira né minna. Eftir því sem kjaftasögurnar segja var Magnús Þór fullur þegar að hann skrifaði þessi orð. Það gat varla annað verið. Hvaða heilvita maður sem gegnir varaformennsku í stjórnmálaflokki gat skrifað svona dæmalaust ómerkilega allsgáður? Þegar að stórt verður spurt verður verulega fátt um svörin. Hef enn ekki kært mig um að fá svör við því hversvegna manninum var svo illa við mig.

Hef þó lengi talið ástæðu þess liggja í að við skrifuðum báðir í denn á málefnum.com og mun lengur reyndar á innherjaspjallvef visir.is, ég undir nafninu stebbifr en hann nafnlaus undir vissu nafni. Síðar hef ég gert mér grein fyrir mér hvaða notandanafn það var, en vil ekki skrifa um það á þessum vettvangi. Ég get sagt það hreint út að ég hef aldrei borið nokkra einustu virðingu fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni, né borið mikla virðingu fyrir flokknum sem hefur sýnt honum þá óverðskulduðu virðingu að hafa hann í fylkingarbrjósti sínu. Það er kannski of mikið sagt að mér sé illa við Frjálslynda flokkinn, eins og hann leggur sig og þá sem þar starfa þrátt fyrir það þó.

Þó að ég sé um margt ósammála Margréti Sverrisdóttur í stjórnmálum hef ég alltaf borið virðingu fyrir henni, mesta virðingu gagnvart nokkrum fulltrúa Frjálslynda flokksins. Finnst hún hafa gætt flokkinn mannlegu yfirbragði gagnvart fulltrúum þingflokksins sem er að mestu leyti frekar slappur finnst mér. Spurt er: finnst mér Margrét verðskulda varaformennsku flokksins? Svar: Já, mér finnst það. Það væri mjög gott ef að hún felldi Magnús Þór og sýndi flokknum úr hverju hún er gerð og hversu mikilvæg hún er þeim. Okkur andstæðingum flokksins er tel ég best að hafa reyndar Magnús Þór þarna, enda á hann sína sögu sem allir þekkja í pólitík. Það verður reyndar erfitt fyrir formanninn að lifa pólitískt tapi hans valkostur, sem Magnús Þór er augljóslega.

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég um skoðanir Magnúsar Þórs í innflytjendamálum. Ég man að Jón Valur Jensson spurði mig og þessi frægu ummæli Magnúsar Þórs bárust í tal. Ég man að ég svaraði með þeim hætti að mér væri ekki sérlega vel við þennan stjórnmálamann, enda hefði ég ekki upplifað neina afsökunarbeiðni á þessum ógeðslegu ummælum. Ég var alinn upp í þeirri kristni að það bæri að fyrirgefa iðrandi syndurum. Sama kristni sagði ekkert um að fyrirgefa þeim sem iðruðust ekki neins. Eina sem Magnús sagði um málið á sínum tíma var að hann sagðist tilbúinn til að biðjast afsökunar aðspurður af fjölmiðlum eftir að skrifin urðu opinber fjölmiðlamatur. Klassískur aumingjaskapur.

Það hefur því ekkert breyst eftir þrjú ár. Satt best að segja vona ég innst inni að Margrét hafi þennan slag. Ég get betur unað mig við hana. Hér eru annars ummælin frægu og tengill á frétt mbl.is þau fyrir þrem árum:

"Ekki gleyma því að svína á Hellisheiðina, fara gegnum Þrengslin, lenda svo Spittfærnum á Kaldaðarnesmelum, fljúga svo norður í Eyjafjörð yfir Kjöl, sprengja Stebbafr og Halldór Blöndal til helvítis, snúa svo til baka yfir heiðina og bomba Björn Bjarna og borgarstjórnarminnihlutann hálfa leið til andskotans og lenda svo við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og hrynja í það á kránum í Miðbænum."

Frétt um ummæli MÞH á mbl.is í janúar 2004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Magnús Þór er ekki sérlega vandur að virðingu sinni og hlýtur að víkja fyrir Margréti dóttur Sverris strigakjafts.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

get over it! MÞH er ekki í neinu uppáhaldi hjá mér en hann baðst afsökunnar á ummælum sínum og frekar skítlegt af þér að vera taka þetta upp núna ÞREMUR ÁRUM SEINNA! 

Heiða B. Heiðars, 17.1.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Meiri þvælan í þér Aðal-Heiða. Hann baðst ekkert afsökunar á ummælum sínum. Þetta var bara vandræðalegheitablaður út í bláinn til að reyna að snúa umræðunni í aðrar áttir. Lít ekki á svona ummæli MÞH eins og hann lét falla í viðtali við mbl sem afsökunarbeiðni, hvorki þá né núna þrem árum síðar. Alveg einfalt mál. Mér finnst mjög eðlilegt að rifja þetta mál upp!!

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.1.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, þetta er áhugavert.. annars eru þeir fleiri stjórnmálamennirnir á Íslandi sem hafa látið heimskuleg orð falla á prenti meðan undir áhrifum bakkusar, skilst mér.

Steinn E. Sigurðarson, 17.1.2007 kl. 18:27

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þó svo að þú sjáir það ekki sem afsökunarbeiðni þá held ég að flestir muni það þannig og þetta blogg um málið er þér til skammar. 

Heiða B. Heiðars, 17.1.2007 kl. 19:22

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú um það. Mér er algjörlega sama. Ég skrifa um það sem brennur mér á hjarta. Mér fannst mjög mikilvægt að rifja þetta mál upp. Mjög einfalt mál!

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.1.2007 kl. 19:24

7 Smámynd: GK

Magnús Þór er þingmaður míns kjördæmis og líklega sá sem "þjónar kjördæminu" minnst. Enda býr hann uppi á Skaga og sagan segir að hann rati ekki rassgat hérna. Sem er fyndið.

Annars er þessi Frjálslyndi flokkur að rotna innanfrá og það er ágætt.

GK, 17.1.2007 kl. 19:56

8 Smámynd: Egill Óskarsson

aðal-heiða, þú hlýtur að sjá muninn á því að segjast vera tilbúin að biðjast afsökunar og á því að biðjast afsökunar. 

Egill Óskarsson, 17.1.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband