20.1.2007 | 17:22
Hillary í forsetaframboð - spennan vex
Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, hefur nú tilkynnt formlega að hún stefni á framboð til embættis forseta Bandaríkjanna, en 44. forsetinn, eftirmaður George W. Bush, verður kjörinn þann 4. nóvember á næsta ári. Forkosningar flokkanna við val á forsetaefnum þeirra hefst eftir nákvæmlega ár, um þetta leyti að ári með forkosningum í New Hampshire, Iowa og fleiri ríkjum. Nú eru forsetaefnin að taka af skarið eitt af öðru og gera sig reiðubúin til átaka.
Í dag eru sex ár liðin síðan að eiginmaður Hillary, Bill Clinton, lét af embætti forseta Bandaríkjanna. Bush hefur verið forseti því í sex ár í dag og á nákvæmlega tvö ár eftir. Hillary var samtímis forsetafrú og þingmaður í New York í sautján daga, en hún sór embættiseið á þeim vettvangi þann 3. janúar 2001. Hún markaði sér spor í söguna sem fyrsta forsetafrúin sem stjórnmálamaður á eigin forsendum. Allt frá því að Clinton forseti lét af embætti á þessum degi fyrir sex árum hefur Hillary verið mörkuð sem framtíðarforsetaefni og tilkynningin nú kemur engum að óvörum.
Búast má við gríðarlega spennandi átökum innan Demókrataflokksins um það hver verði forsetaefni hans. Þegar hafa sterk forsetaefni eins og öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama og Chris Dodd komið fram auk Dennis Kucinich, John Edwards (varaforsetaefni John Kerry 2004), Tom Vilsack og Joe Biden. Mikið er rætt um hvort að síðustu tvö varaforsetaefni demókrata fari fram, þeir Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, og John Kerry, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts, fari fram, en báðir töpuðu þeir forsetakosningum fyrir George W. Bush; annar með sögulegum hætti en hinn með nokkuð afgerandi atkvæði í atkvæðum talið. Þetta verður spennandi kapphlaup.
Næstu forsetakosningar verða reyndar mjög sögulegar, hvernig sem þær munu fara, enda er ljóst nú þegar að þær verða hinar fyrstu frá árinu 1952 þar sem hvorki forseti eða varaforseti Bandaríkjanna verða í kjöri. George Walker Bush forseti, situr sitt seinna kjörtímabil og má skv. lögum ekki bjóða sig fram aftur og mun því halda heim til Texas er hann lætur af embætti þann 20. janúar 2009. Dick Cheney varaforseti, hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á forsetaframboði og ætli að sinna sínum verkefnum út kjörtímabilið og njóta að því loknu lífsins með konu sinni og fjölskyldu, fjarri Washington, eins og hann hefur orðað það sjálfur.
Hillary Rodham Clinton er að flestra mati manneskjan á bakvið sigur eiginmanns síns í forsetakjörinu 1992 - hefur aukinheldur lengi verið útsjónarsamur stjórnmálaplottari með mikla yfirsýn yfir pólitískt landslag og stöðumat hinnar réttu strategíu. Hún hefur allt frá lokum forsetatíðar eiginmannsins markað sér sinn eigin stjórnmálaferil og gert það mjög vel. Hún hefur um nokkurn tíma haft verulegan áhuga á forsetaembættinu, en veit að það gæti orðið erfitt fyrir hana að leggja í slaginn, enda í húfi bæði pólitísk arfleifð eiginmanns hennar og hennar einnig. Framboð gæti reynst rétt en einnig verið alvarleg mistök fyrir þau bæði tapi hún. Ákvörðun um að taka af skarið er því athyglisverð.
Það hlýtur að kitla hana að verða fyrsta konan á forsetastóli í Bandaríkjunum og aukinheldur fyrsta forsetafrú landsins sem hlýtur embættið. Skorað var á Hillary að gefa kost á sér þegar árið 2004. Þá fór hún ekki fram, vitandi að framboð þá hefði skaðað hana. Hún lofaði enda New York-búum að vinna fyrir þá í sex ár samfellt ef þeir treystu sér fyrir þingsæti hins vinsæla Daniel Patrick Moynihan. Hún vann með yfirburðum, hún heillaði New York-búa þrátt fyrir að hafa haft lögheimili þar aðeins í ár er hún náði kjöri. Hún fór aftur fram í fyrra og vann endurkjör án teljandi fyrirhafnar. Hún er sterk á heimavelli og hefur sterkar taugar í suðrið sem fyrrum ríkisstjórafrú Arkansas og er svo frá Illinois.
Það er alveg ljóst að ljón gætu orðið á veginum fyrir Hillary. Hún á sér andstæðinga bæði innan flokks og utan og víst er að mörgum stendur stuggur af því í flokkskjarnanum muni Clinton-hjónin aftur taka yfir flokkinn, rétt eins og í forsetatíð Bill Clinton. Fyrirfram er ljóst að Obama er hennar mesti keppinautur í baráttunni sé tekið mið af stöðunni nú. Hinsvegar á hún digrasta kosningasjóðinn, er með mikla peninga og öflugt eldsneyti til verka. Hún er án vafa forystumaðurinn í slagnum er af stað er haldið. En það hefur oft ekki dugað til enda. Allir muna eftir því hvernig að Howard Dean varð bensínlaus á viðkvæmasta hjallanum árið 2004.
En Hillary fer í slaginn vígreif og örugg. Öllum er ljóst að hún fer fram þrátt fyrir varnagla í yfirlýsingu. Enda segir hún sjálf í yfirlýsingunni: "I'm in - and I'm in to win!"
Í dag eru sex ár liðin síðan að eiginmaður Hillary, Bill Clinton, lét af embætti forseta Bandaríkjanna. Bush hefur verið forseti því í sex ár í dag og á nákvæmlega tvö ár eftir. Hillary var samtímis forsetafrú og þingmaður í New York í sautján daga, en hún sór embættiseið á þeim vettvangi þann 3. janúar 2001. Hún markaði sér spor í söguna sem fyrsta forsetafrúin sem stjórnmálamaður á eigin forsendum. Allt frá því að Clinton forseti lét af embætti á þessum degi fyrir sex árum hefur Hillary verið mörkuð sem framtíðarforsetaefni og tilkynningin nú kemur engum að óvörum.
Búast má við gríðarlega spennandi átökum innan Demókrataflokksins um það hver verði forsetaefni hans. Þegar hafa sterk forsetaefni eins og öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama og Chris Dodd komið fram auk Dennis Kucinich, John Edwards (varaforsetaefni John Kerry 2004), Tom Vilsack og Joe Biden. Mikið er rætt um hvort að síðustu tvö varaforsetaefni demókrata fari fram, þeir Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, og John Kerry, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts, fari fram, en báðir töpuðu þeir forsetakosningum fyrir George W. Bush; annar með sögulegum hætti en hinn með nokkuð afgerandi atkvæði í atkvæðum talið. Þetta verður spennandi kapphlaup.
Næstu forsetakosningar verða reyndar mjög sögulegar, hvernig sem þær munu fara, enda er ljóst nú þegar að þær verða hinar fyrstu frá árinu 1952 þar sem hvorki forseti eða varaforseti Bandaríkjanna verða í kjöri. George Walker Bush forseti, situr sitt seinna kjörtímabil og má skv. lögum ekki bjóða sig fram aftur og mun því halda heim til Texas er hann lætur af embætti þann 20. janúar 2009. Dick Cheney varaforseti, hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á forsetaframboði og ætli að sinna sínum verkefnum út kjörtímabilið og njóta að því loknu lífsins með konu sinni og fjölskyldu, fjarri Washington, eins og hann hefur orðað það sjálfur.
Hillary Rodham Clinton er að flestra mati manneskjan á bakvið sigur eiginmanns síns í forsetakjörinu 1992 - hefur aukinheldur lengi verið útsjónarsamur stjórnmálaplottari með mikla yfirsýn yfir pólitískt landslag og stöðumat hinnar réttu strategíu. Hún hefur allt frá lokum forsetatíðar eiginmannsins markað sér sinn eigin stjórnmálaferil og gert það mjög vel. Hún hefur um nokkurn tíma haft verulegan áhuga á forsetaembættinu, en veit að það gæti orðið erfitt fyrir hana að leggja í slaginn, enda í húfi bæði pólitísk arfleifð eiginmanns hennar og hennar einnig. Framboð gæti reynst rétt en einnig verið alvarleg mistök fyrir þau bæði tapi hún. Ákvörðun um að taka af skarið er því athyglisverð.
Það hlýtur að kitla hana að verða fyrsta konan á forsetastóli í Bandaríkjunum og aukinheldur fyrsta forsetafrú landsins sem hlýtur embættið. Skorað var á Hillary að gefa kost á sér þegar árið 2004. Þá fór hún ekki fram, vitandi að framboð þá hefði skaðað hana. Hún lofaði enda New York-búum að vinna fyrir þá í sex ár samfellt ef þeir treystu sér fyrir þingsæti hins vinsæla Daniel Patrick Moynihan. Hún vann með yfirburðum, hún heillaði New York-búa þrátt fyrir að hafa haft lögheimili þar aðeins í ár er hún náði kjöri. Hún fór aftur fram í fyrra og vann endurkjör án teljandi fyrirhafnar. Hún er sterk á heimavelli og hefur sterkar taugar í suðrið sem fyrrum ríkisstjórafrú Arkansas og er svo frá Illinois.
Það er alveg ljóst að ljón gætu orðið á veginum fyrir Hillary. Hún á sér andstæðinga bæði innan flokks og utan og víst er að mörgum stendur stuggur af því í flokkskjarnanum muni Clinton-hjónin aftur taka yfir flokkinn, rétt eins og í forsetatíð Bill Clinton. Fyrirfram er ljóst að Obama er hennar mesti keppinautur í baráttunni sé tekið mið af stöðunni nú. Hinsvegar á hún digrasta kosningasjóðinn, er með mikla peninga og öflugt eldsneyti til verka. Hún er án vafa forystumaðurinn í slagnum er af stað er haldið. En það hefur oft ekki dugað til enda. Allir muna eftir því hvernig að Howard Dean varð bensínlaus á viðkvæmasta hjallanum árið 2004.
En Hillary fer í slaginn vígreif og örugg. Öllum er ljóst að hún fer fram þrátt fyrir varnagla í yfirlýsingu. Enda segir hún sjálf í yfirlýsingunni: "I'm in - and I'm in to win!"
Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó svo mér líki vel við Hillary tel ég að það væri mjög hættulegt fyrir demókrata að útnefna hana sem forsetaframbjóðanda. Þó svo hún hafi færst inná miðjuna (um of að sumra mati) er hún svo innilega hötuð af of mörgum til þess að eiga séns í Giuliani eða McCain. (Svona hálfgerð Ingibjörg Sólrún? ) Ég vildi sjá hana sem varaforseta (með Obama eða John Edwards) en hún er sjálfsagt með of stórt egó til að sætta sig við að vera no. 2. Annars er Howard Dean ennþá minn maður!
Róbert Björnsson, 20.1.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.