Elton John kominn til Íslands

Sir Elton John Hinn heimsþekkti breski tónlistarmaður, Sir Elton John, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Hann kom hingað með einkaflugvél sinni. Hann mun í kvöld syngja í afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, athafnamanns, og mun fá um 70 milljónir króna fyrir ef marka má fréttir. Elton John er einn þekktasti söngvari sinnar kynslóðar og hefur hlotið öll helstu tónlistarverðlaun samtímans.

Hann á eina mest seldu smáskífu sögunnar, sem var plata með laginu Candle in the Wind, er var gefin út til minningar um Díönu, prinsessu af Wales. Hann hlaut óskarsverðlaun fyrir lagið Can You Feel The Love Tonight? í kvikmyndinni Lion King árið 1995. Hann hefur gefið út fjölda laga sem hlotið hafa alheimsfrægð.

Það eru nokkuð merkileg tíðindi að tónlistarmaður á kalíber Sir Elton John komi til landsins til þess eins að syngja í afmælisveislu þekkta fólksins. Kannski erum við að upplifa nýja menningarheima, eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband