Listi sjálfstæðismanna í Norðaustri tilbúinn

AS og KÞJFramboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í Mývatnssveit í dag. Ég var ekki viðstaddur fundinn vegna anna á öðrum vettvangi, en ég held að fundurinn hafi verið fjölmennur. Það eru fá tíðindi ný með efstu sæti listans, enda eru efstu sex sætin skipuð eftir niðurstöðum í prófkjöri flokksins hér þann 25. nóvember sl. .

Í sjöunda sæti listans er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga. Hún hefur ekki verið virk í starfi flokksins hér á svæðinu og er að ég best veit algjör nýliði í okkar hópi. Það verður fróðlegt að sjá til pólitískra verka hennar hér á listanum, en hún er þekkt af verkum sínum hjá Leikfélagi Akureyrar og Kaupfélaginu en ekki beint af vettvangi stjórnmálanna.

Efstu sæti listans skipa nýr kjördæmaleiðtogi flokksins í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, og Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bæði eru reynd í stjórnmálum. Nú veltur mikið á samvinnu þeirra. Það síðasta sem til þeirra sást saman var er þau hnakkrifust í beinni útsendingu á Stöð 2 er prófkjörsúrslit voru ljós. Þau munu vonandi gera betur en það hér næstu mánuðina.

Halldór Blöndal, sem hættir á þingi í vor eftir langan stjórnmálaferil, skipar heiðurssæti framboðslistans nú við lok síns pólitíska ferils. Það er flokknum styrkur að hafa hann í heiðurssætinu enda hefur hann mikla reynslu að baki til eflingar fyrir listann. Fyrir okkur sem erum í grasrót flokksstarfsins hér er þetta athyglisverður listi og honum eru færðar óskir um gott gengi.

Framboðslisti í Norðausturkjördæmi


mbl.is Listi Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Stórglæsilegur liti þarna á ferð - Til hamingju

Óttarr Makuch, 20.1.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband