Gjafmildi og heimsfrægur afmælisgestur

Sir Elton John Er nokkuð annað hægt en að bera virðingu fyrir þeim manni sem getur á sama deginum stofnað velgerðarsjóð með milljarð sem stofnframlag og fengið Sir Elton John til að syngja í afmælinu sínu? Eða hvað? Er þetta framtíðin í hinu íslenska hvunndagslífi? Ég verð að viðurkenna að það er hálf óraunverulegt að íslenskur athafnamaður fái mann af kalíber Eltons sem tónlistarmanns til að syngja í afmælinu sínu hér heima á Fróni.

Sumir láta sér duga að fá Bó Hall eða Ragga Bjarna, en ónei hér er hringt bara í aðlaða margverðlauna og múltífrægan söngvara. Merkileg tímamót í umræðunni. Mér fannst það flott hjá Ólafi og frú að stofna þennan sjóð en tíðindin af komu Eltons voru svona súrrealísk viðbót á sama deginum. Ég er ekki einn þeirra sem hokraðist á Laugardalsvelli á tónleikunum hans Eltons fyrir nokkrum árum og voru hundóánægð með umgjörð tónleikanna. Það væri fróðlegt að vita hvað fólkið sem þar var statt hugsar nú.

Sumum dreymir eflaust alla ævi eftir því að fara á tónleika með átrúnaðargoðinu sínu. Aðrir hringja bara í umboðsmennina þeirra og panta þá í afmælið sitt. Þetta er nýr skali í þessu hérna heima. Þetta er reyndar ekki á færi allra. Heldur einhver að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, myndi geta fengið Rolling Stones í næsta stórafmæli sitt? Veit ekki svosem, en efast allverulega um það. Efast líka allnokkuð um það að ég gæti fengið minn uppáhaldstónlistarmann til að mæta í afmælið mitt í desember. Nema maður slái sér bara lán, eða hvað?

Ólafur Samskipsmógúll er hiklaust maður dagsins. Þarf engan rökstuðning á þann pakkann.

mbl.is Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlítur að vera mikil upphefð fyrir afmælisbarnið þegar að það er haft að leiðarljósi að Elton er ávalt mættur á svæðið þegar að Breska Kóngafólkið gerir sér álíka dagamun. Minn draumur er hins vegar sá að fá Barry Manilov í partíið er ég verð fimmtugur

Víðir Þór (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Ragnar

Takk kærlega fyrir kommentið. Var virkilega gaman að lesa það. Góðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.1.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Finnst þetta einhvernveginn ekki passa inn í 300.000 manna samfélag. Farið að líkjast óþægilega mikið hátterni rússneskra auðjöfra og það er ekki fallegt.

Guðmundur H. Bragason, 21.1.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Ég álit nú svo að bankarnir og stórir fjárfestar séu ekki að gefa gott fordæmi með svona galaveislum. Þessar nýtilkomnu snobbstórveislur okkar eru ekkert annað en sönnun á þá peningagræðgi sem allir eru haldnir. Þetta verður aðeins til þess að mynda margar þjóðir í einu litlu landi.

Steingrímur Páll Þórðarson, 21.1.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband