Árni Johnsen fær annað sætið í Suðrinu

Árni Johnsen Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, verður í öðru sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann hélt velli í spennandi kosningu á kjördæmisþinginu í Hveragerði en breytingatillaga var borin fram á þinginu um annað sætið en hún var felld. Árni mun því vera í fylkingabrjósti framboðslistans. Samkvæmt þessu virðist blasa við að Árni verði á þingi á næsta kjörtímabili.

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Ég tel að hún muni veikja Sjálfstæðisflokkinn á viðkvæmum tímapunkti í byrjun kosningabaráttunnar. Árni fær greinilega enn annan séns á heimaslóðum. Það má svo sannarlega deila um það hvort að hann eigi það skilið eftir allar sínar bommertur. Þetta mál á eftir að fylgja Sjálfstæðisflokknum að óbreyttu um allt land í baráttu næstu mánaða.

Ég hef persónulega verið mjög andvígur því upp á síðkastið að Árni verði á listanum og tel það skaða flokkinn gríðarlega í tvísýnum kosningum. Ég er enn sömu skoðunar og finnst þetta vera mjög vond tíðindi fyrir flokksmenn í öðrum kjördæmum sem þurfa að óbreyttu að verja endurkomu þessa manns í framboð fyrir flokkinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því að ég tek þátt í að stofna ný stjórnmálasamtök, Flokkinn. Ég skil ekki hvernig hægt er að styðja Sjálfstæðisflokkinn með svona mannvali. Gleymdu því ekki að forysta Sjálfstæðisflokksins gerði honum þetta mögulegt með því að misnota vald sem handhafar forsetavalds. Þeirra dómgreind var svona.

Haukur Nikulásson, 21.1.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Sammála þér Stefán þetta eru mistök og ekki einungis tæknileg mistök. Ég hvorki skil Árna Johnsen, með að fara í framboð fyrir flokkinn, né kjósendur flokksins sem tóku þátt í prófkjörinu. Bera þessir einstaklingar ekki hag Sjálfstæðisflokksins fyrir brjósti? Er kannski verið að "hefna" sín á flokknum fyrir að hafa ekki stutt við bakið á Árna á sínum tíma? En hvort sem er þá er þetta rangt hjá þessum aðilum því miður. 

Hinsvegar get ég ekki verið sammála þér Haukur um nauðsyn þess að stofna sérstakan flokk útaf þessu máli. En við þurfum ekki að vera sammála um það svosem

Guðmundur H. Bragason, 21.1.2007 kl. 17:09

3 identicon

Þetta er flokknum til vansa, þarna hefði verið sóknarfæri fyrir flokkinn á að sýna festu sem hefði pottþétt aukið hroður hans.

Þvílík vonbrigði.

Óskar Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Afskipti annarra en þeirra sem eiga hagsmuna að gæta og fara með umboð til ákvarðana í stjórnmálum er alltaf vafasöm. Það er ljóst að fólk getur keypt sér þingsæti hvort sem er með peningum eða persónulegum vinsældum. Án tillits til hæfileika eða heiðarleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt blessun sína yfir það og þá er að taka þeim niðurstöðum sem slíkt leiðir af sér. Að sparka í frambjóðanda sem flokksfélagar annarsstaðar hafa valið sér til forystu er óþarfi. Þú mættir ekki sjálfur á kjördæmisþing til að velja forystu í þínu eigin kjördæmi! Áttu einhverjir aðrir að bera á því ábyrgð?  Þú hafðir umboð til að hafa áhrif þar en vilt svo beita þér annarsstaðar! Af hverju flytur þú þig ekki í suðurkjördæmi?

Sigurjón Benediktsson, 21.1.2007 kl. 17:12

5 identicon

Auðvitað kemur þetta öðrum við eins og ég hef bent á við marga, þeir sem eru að vinna fyrir flokkinn í öðrum kjördæmum þurfa að bera þennan vitleysing á herðunum og hans gjörðir svo þetta kemur öðrum við.

Óskar Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 17:26

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur fyrir kommentin.

Sigurjón: Þegar að kemur að því að velja á milli þess að fylgja fjölskyldumeðlimi til grafar eða sitja kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins hugsa ég um fjölskyldu mína. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki það mikilvægur í mínum huga að ég meti hann meira en mína nánustu. Ég gat ekki hugsað mér að mæta frekar á kjördæmisþing en útför í fjölskyldu minni á sama tíma. Það má vel vera að einhverjir hafi saknað mín en menn verða bara að virða það við mig að stjórnmál eru ekki ofar í huga mér en fjölskyldan. Hvað varðar Árna finnst mér ekkert óeðlilegt að ég hafi skoðanir. Þær tjái ég óhikað.

Óskar Þór: Tek undir hvert orð hjá þér - vel skrifað.

Guðmundur: Góð skrif hjá þér - sammála þeim.

Haukur: Skil þig vel að vilja fara í aðrar áttir ef þú ert ósáttur. Vona þó að fleira en bara Árnamálið hafi ráðið í því máli, t.d. alvöruskoðanaágreiningur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.1.2007 kl. 17:41

7 identicon

Út á hvað gekk þessi tillaga sem var felld um að Árni yrði ekki í 2. sæti?

átti sá sem var nr.3. að færast upp og þannig koll af kolli eða átti einhver tiltekinn aðili að taka sætið af Árna ?     

Sigurður J (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 17:45

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eftir því sem mér skilst að Árni færi út og listinn færðist upp.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.1.2007 kl. 17:47

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú Stefán, það voru fleiri mál. Þú hefðir gott af því að lesa það hér.

Haukur Nikulásson, 21.1.2007 kl. 18:36

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á þá ekki Guðmundur í Byrginu möguleika þarna fyrir sunnan? Honum vantar örugglega nýjan vettvang fyrir krafta sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2007 kl. 19:41

11 Smámynd: Egill Óskarsson

Jón Steinar, Guðmundur er í Frjálslynda flokknum. http://www.kosning2003.is/TolulegarUpplysingar/Frambod/nr/973

Egill Óskarsson, 21.1.2007 kl. 19:57

12 identicon

Þetta er sorglegt en það kom þó fram breytingartillaga um að kippa honum út það gerði soldið fyrir mig, ef hún hefði ekki komið fram hefði ég orðið að virkilega hugsa minn gang.  Hún var felld svo þá er lítið hægt að gera í málinu, þetta vill fólkið þarna greinilega hvernig sem á því stendur.  Ég finn hvergi fólk sem opnar sig afhverju það vill hann og rökræða það (ekki skrítið) en ég er til í það og einnig að sjá hverjir kusu með og á móti tillögunni.

Óskar Þór (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband