Afsögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur nú axlað ábyrgð á afhroði Sjálfstæðisflokksins með afsögn sinni sem oddviti og bæjarfulltrúi. Þetta er mikil og stór ákvörðun - hin eina rétta fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hana sjálfa. Með þessu gefur hún grasrótinni í flokknum svigrúm til að stokka sig upp og byggja upp til framtíðar úr þeim brunarústum sem flokksstarfið er nú.

Ég tel að hún eigi heiður skilið fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun fljótt og vel - grunar að hún verði aðeins fyrsti flokksleiðtoginn sem tekur pokann í kjölfar þessara kosninga þar sem fjórflokkurinn fékk algjört kjaftshögg.

Ég vil persónulega þakka Sigrúnu allt hið góða í flokksstarfinu á síðustu átta árum og þakka henni fyrir að stíga fyrsta skrefið í endurreisn flokksins... hún er sterkari eftir og gefur flokknum sóknarfæri í þröngri stöðu.


mbl.is Sigrún Björk segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband