Hugsjónirnar ekki sviknar í valdaplottinu

Einmitt þegar ég taldi að öll nýju grasrótarframboðin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ætluðu að svíkja hugsjónir sínar og gleyma hvers vegna þau voru kosin kemur skemmtilega á óvart að Listi Kópavogsbúa ætli að standa við loforðið um ópólitískan bæjarstjóra og koma í veg fyrir að leiðtogi Samfylkingarinnar sem tapaði fylgi og manni í Kópavogi fái stólinn á silfurfati. Þetta sýnir kjark og festu, sem er virðingarverð.

Besti flokkurinn og Næstbesti flokkurinn sviku sín loforð og voru komnir í sama gamla valdaplottið bakvið tjöldin um leið og síðasta atkvæðið hafði verið talið. Hafi einhverjir talið að með því að kjósa þau væri verið að gera eitthvað nýtt eða kjósa eitthvað nýtt var komið allsnarlega í bakið á þeim eftir kosningarnar. Sama gamla andskotans ruglið í nýjum umbúðum var varla það sem kosið var.

Y-listinn í Kópavogi getur verið stolt af þessu. Hrósa þeim fyrir að standa ekki að því að velja lúserinn sem bæjarstjóra.

mbl.is Samrýmist ekki stefnu listans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband