Víraður húmor í borgarmálunum

Óborganlegt hefur verið að fylgjast með farsanum í borgarmálunum eftir að grínið tók völd og Dagur B. Eggertsson varð að dansa víraðan dans til að ná athygli Jóns Gnarr - fyrst og fremst með því að fá seríurnar af Wire til að teljast gjaldgengur í viðræðurnar. Stundum veit maður varla hvort grínistinn eða "stjórnmálamaðurinn" Jón Gnarr talar - erfitt að finna algjörlega línuna þarna á milli.

Þessi brandari er að verða svolítið þreyttur og gæti endað með vænum timburmönnum... eða hvað, við sjáum til.

Kannski er þetta bara einn stór gjörningur eins og Guðni Ágústsson sagði í vikunni.

Verður það Borgarvaktin næst?


mbl.is „Víraðar“ viðræður í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband