Hermann gerir mikil mistök með því að sitja áfram

Er frekar undrandi á því að Hermann Jón Tómasson ætli að gera Samfylkingunni á Akureyri þann mikla óleik að sitja áfram eftir að hafa verið hafnað afdráttarlaust af bæjarbúum. Kosningaúrslitin á Akureyri um síðustu helgi voru afgerandi skilaboð til Hermanns og Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur - þeim var hafnað, forystu þeirra í meirihlutanum var hafnað og pólitískri forystu þeirra í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu var hafnað.

Sigrún Björk tók þá ábyrgu og traustu afstöðu að víkja af velli - ekkert annað var hægt í stöðunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri og fyrir hana sjálfa var það rétt skref. Með því veitti hún grasrót flokksins sóknarfæri í þröngri stöðu - hefja endurreisnarferlið og fara í þá vinnu sem fylgir miklu áfalli, afhroði í kosningum. Þeir sem klúðra málum svo afgerandi og fá svo þungan áfellisdóm eiga ekki að sitja lengur á stólum sínum.

Fjórflokkurinn á Akureyri er eitt blæðandi sár eftir kosningaúrslitin. Áfall nýju leiðtoganna: Guðmundar Baldvins og Andreu Hjálmsdóttur, er mikið enda sátu flokkar þeirra í minnihluta en þeir töpuðu miklu fylgi og fengu alveg gríðarlega útreið - græddu ekkert á andstöðunni við fallna meirihlutann. En kosningaúrslitin voru pólitísk endalok fyrir Sigrúnu og Hermann - bæjarbúar einfaldlega ráku þau.

Samfylkingin á Akureyri þarf augljóslega á nýrri pólitískri forystu að halda, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Meirihluti flokkanna var verulega floppaður og gerði mikil og alvarleg mistök. Bæjarbúar hentu honum í ruslatunnuna um síðustu helgi og spörkuðu leiðtogunum. Afhroðið er það mikið og afgerandi að því verður ekki neitað.

Ég vorkenni Samfylkingarfélögum að þurfa að sitja upp með þennan forystumann og fara ekki strax í gegnum þá endurnýjun sem þarf. Sigrún Björk veitti okkur sjálfstæðismönnum þetta mikilvæga tækifæri en Hermann skynjar ekki stöðuna rétt. Með því gerir hann félögum sínum mikinn óleik - get ekki ímyndað mér annað en eldar logi þar.


mbl.is Hermann situr áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband