Stólapólitíkin lifir góđu lífi í Reykjavík

Pólitíkin er skrítin tík. Fjórflokkurinn fékk útreiđ í kosningum í Reykjavík og grasrótarframbođ komst í oddastöđu - nýtti sér ţađ ekki til ađ stokka pólitíkina upp og stofna til ţjóđstjórnar á sínum forsendum heldur fór beint í fađm ţess sem tapađi kosningunum. Skellur Samfylkingarinnar í Reykjavík var mikill og í raun međ ólíkindum ađ Dagur B. Eggertsson hafi ekki ţegar sagt af sér, enda rúinn trausti og fjarri ţví sá sem borgarbúar vildu ađ stýrđu málum í Reykjavík.

Jón Gnarr komst til valda og áhrifa á ţeim forsendum ađ fólk vildi eitthvađ nýtt. Síđasta atkvćđiđ hafđi varla veriđ taliđ ţegar ţeir voru komnir í eltingaleik viđ Samfylkinguna og samdi um stólana. Málefnin hafa varla komist á blađ. Blađamannafundur Jóns og Dags í gćr fjallađi ađeins um völdin og stólaskiptin, málefnin voru ekki til umrćđu og ţeir hafa ekki sýnt á spilin sín hvađ málefnin varđar.

Ţetta er í takt viđ myndun hundrađ daga meirihlutans áriđ 2007 ţegar enginn málefnasamningur var gerđur og ţau sett síđast á dagskrá. Samiđ var um stólana og valdahlutföll en málefnin sett til hliđar. Ţetta var afar leitt. Nú á ţessum tímum hefđi ekki veitt af uppstokkun. Láta átti stólapólitíkina lönd og leiđ - henni var jú hafnađ í kosningunum um síđustu helgi, ekki satt?

Mynda átti ţjóđstjórn allra frambođa og ráđa faglegan borgarstjóra. Lengi vel hélt ég ađ Besti flokkurinn vćri algjört grín. Fyrst fariđ var međ brandarann alla leiđ átti Jón Gnarr ađ sjá sóma sinn í ţví ađ standa fyrir ţví ađ ráđa faglegan borgarstjóra og kalla eftir samstarfi allra sem sitja í borgarstjórn. Međ ţví hefđi veriđ lagđur grunnur ađ nýjum tímum og samvinnu allra ađila.

Ekki var byrjunin góđ. Dagur og Jón litu út eins og tveir vonlausir trúđar í Kastljósi gćrkvöldsins. Ţeim gekk illa ađ útskýra framtíđarsýn nýs meirihluta. Stólar og völd voru eina umrćđuefniđ sem ţeir gátu svarađ. Nýjabrumiđ af ţessum meirihluta er lítiđ og brandarinn er orđinn frekar súr. Nú verđa menn ađ fara ađ sýna á spil sín og taka erfiđar ákvarđanir. Ţetta er enn eftir.

Ég hef svo séđ mikla umrćđu um Danabrandarann hans Jóns Gnarr. Hann hefur augljóslega fariđ um allt í Norđurlöndunum. Ţrír danskir vinir mínir á facebook og nokkrir í Svíţjóđ og Noregi höfđu séđ fréttina hjá Extrabladet og vildu vita meira um ţennan furđulega borgarstjóra sem viđ hefđum eignast.

Tók smátíma ađ fara yfir ţađ međ ţeim. Rétt eins og Silvía Nótt er ţessi brandari Besta flokksins og Jóns Gnarr mjög lókal og ekki skiljanlegur á öđrum tungumálum. Versta virđist vera ađ hann ćtlar ađ verđa aulabrandari fyrir borgarbúa ađ óbreyttu. Stjórnmálin breytast lítiđ sýnist mér.

Stólapólitíkin sem leiddi af sér ítalska ástandiđ á síđasta kjörtímabili heldur áfram og vandséđ hvort nokkur pólitískur stöđugleiki verđi í ţessum fimmaurabrandara.


mbl.is Danir rifja upp myndband međ Jóni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband