L-listinn tekur við völdum á Akureyri

Listi fólksins hefur nú tekið við völdum í bæjarstjórn Akureyrar - fyrst stjórnmálaafla til að ná hreinum meirihluta hér á Akureyri frá því að kosningakerfið í núverandi mynd var tekið upp árið 1930. Mikil ábyrgð fylgir því að sitja í hreinum meirihluta og ráða algjörlega för. Sumar gjafir geta nefnilega orðið hefndargjafir. Ég vil samt óska Oddi Helga og hans fólki hjá Lista fólksins til hamingju með árangurinn í kosningum og þessar miklu breytingar sem verða í bæjarmálunum.

Fáum hefði órað fyrir því þegar Oddur klauf Framsóknarflokkinn fyrir tólf árum og batt í raun enda á lykilstöðu hans í bæjarmálunum að hann ætti eftir að vinna svo glæsilegan sigur og verða aðalmaðurinn í bæjarmálunum. Sá sigur er til kominn bæði vegna þess að L-listinn hafði engar tengingar við landsmálin og hafði breiðari skírskotun auk þess að hinir hefðbundnu fjórflokkar áttu allir í miklum innri erfiðleikum.

Þeir eru nú algjört blæðandi sár. Mikið uppbyggingarstarf blasir við okkur í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Aldrei fyrr hefur oddviti D-listans setið einn í bæjarstjórn án þess að hafa fólk þar með sér af listanum. Eftir tólf ára lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er hann nú valdalaus og þarf að fara í mikla grasrótarvinnu á næstu árum. Það er mikil ögrun - mikið verkefni.

Á meðan Listi fólksins fer eitt með völdin er mikilvægt að Bæjarlistinn og hinn lamaði fjórflokkur standi í lappirnar og veiti aðhald, séu öflugir og samhentir í stjórnarandstöðu. Það er verkefnið framundan fyrir þá, auk þess sem allir eiga þeir erfiða vinnu framundan að byggja sig upp.

mbl.is Geir forseti bæjarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband