Nú er sko rosalega freistandi að fara til Þýskalands!

Úr leiknum við Frakka Sigurinn gegn Frökkum í kvöld í Magdeburg verður lengi í minnum hafður. Það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að það sé gríðarlega freistandi að skella sér til Þýskalands um helgina og finna stemmninguna. Ef ég væri ekki bundinn í vissum atburði um helgina hefði ég hiklaust skellt mér. Það er sko ekki flóknara en það.

Það var allavega stuð í kvöld þar sem ég var og maður var að upplifa gömlu dagana sem voru t.d. á B-mótinu 1989 og HM 1997. Það var svo sannarlega himinn og haf milli þess sem gerðist í leiknum í kvöld og á móti Úkraínumönnum sólarhring áður. Vonleysi var meðal landsmanna eftir leikinn og margir voru það svartsýnir að telja allt búið.

En þvílíkt stuð - liðið kom aftur af fítonskrafti og keyrði sig í magnaðan sigur. Aldrei vafi á hvoru megin sigurinn myndi falla. Leikgleðin og krafturinn skein í gegnum íslenska liðið, dagsskipunin þar hjá Alla Gísla var sigur og ekkert annað en það. Strákunum tókst að landa honum. Staða okkar breyttist í einu vetfangi. Nú eigum við og getum farið mun lengra. Sigur gegn Frökkum opnar margar dyr og nú er að nýta tækifærin. Það er allt hægt með þessa leikgleði í farteskinu og strákarnir sýndu þjóðinni í kvöld að þeir hafa allan kraft til að ná langt nú.

En ferð til Þýskalands nú er svo sannarlega freistandi, get ekki sagt annað sko.

mbl.is Alfreð: „Við höfðum engu að tapa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband