Margrét Sverris heldur sínu striki

Margrét Sverrisdóttir Margrét Sverrisdóttir hefur nú tekið þann kostinn að halda fast við áður ákveðið varaformannsframboð í Frjálslynda flokknum en fara ekki í formannsframboð gegn Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Það stefnir í spennandi landsþing flokksins þar sem tekist verður á um völd og áhrif. Margrét lítur greinilega á það sem svo að formannsframboð skaði flokkinn það mjög að hann klofni á hvorn veg sem hann er. Það er heiðarlegt mat en spyrja má sig að því hvort hann klofni ekki hvernig sem varaformannskjörið fer.

Meginátök í flokknum eru orðin mjög djúpstæð - það blasir við öllum. Fylkingarnar eru afgerandi til staðar. Þetta er vissulega mjög athyglisverð rimma sem blasir við. Þetta er fylkingabarátta um áhrifasess, mjög mikilvægan, innan flokksins. Það sem tapar verður verulega snuprað, hitt styrkist auðvitað. Formaðurinn mun auðvitað verða mjög vandræðalegur tapi frambjóðandi hans svo að þetta er undarleg staða. Falli varaformaðurinn situr formaðurinn enda uppi með næstráðanda í flokknum sem hann kærir sig ekkert um. Átökin verða sífellt greinilegri.

Í kvöld mættust Margrét og Magnús Þór í Kastljósinu. Merkileg rimma. Var óvenju settleg vissulega en undir niðri kraumaði ólga. Það er merkilegt hvernig að Magnús Þór er að vega að Margréti með ómaklegum hætti, dragandi upp stöðu mála í borginni eftir kosningarnar síðasta vor og lætur að því liggja að Margrét hafi svona fengið að vera með og fengið áhrif vegna þess að hún hafi verið þeim góð, svona að þeir hafi hugsað til hennar. Þetta er merkilegt attitude í manni sem greinilega er ekki of viss um sitt gengi. Reyndar er það fyrir löngu alþekkt vörumerki Magnúsar Þórs að níða sem mest skóinn af andstæðingum sínum með því að tala illa um það og vega að því með ýmsum hætti.

Það er greinilegt að Margrét ætlar að reyna að haldast á siðlegu plani, en hefur fengið nóg. Skil það vel. Datt inn á Útvarp Sögu um daginn og þvílíkur orðaflaumur sem þar gengur um Margréti og föður hennar. Blöskraði þetta alveg. Er þetta orðið að Útvarpi Nýtt afl? Merkilegt vissulega. Fannst mjög athyglisvert að hlusta á þessa stuttu stund. Hafði reyndar lítinn áhuga á þættinum sem ég datt inn í og ekki get ég sagt að boðskapurinn hafi heillað mig. Mér finnst Margrét hafa unnið þessum flokk gagn og verið öflug í hans garð og lagt sig alla fram. Metnaður hennar er mjög skiljanlegur eftir allt sem hún hefur lagt fram. Það kemur engum að óvörum að hún vilji nú sækja fram til forystu.

Það er athyglisvert að lesa skrif Sigurlínar Margrétar varaþingmanns. Það er greinilegt að hún spáir á vef sínum í innkomu fyrrum óháða þingmannsins sem áður kom inn á þing sem annar varamaður Guðmundar Árna Stefánssonar er hann varð sendiherra í Svíaríki. Eins og ég sagði í nóvember fór hann til frjálslyndra. Hann vill leiðtogastól. Skil vel pælingar Sigurlínar Margrétar ef að hún sér á eftir leiðtogastól að henni sárni fari hann til þessa manns sem greinilega er kominn inn til frjálslyndra á einhverjum díl um leiðtogastól. Það blasir við öllum sem fylgjast með pólitík. Sigurlín Margrét er heiðarleg og öflug er hún skrifar um þetta mál.

En spennandi rimma framundan fyrir Frjálslynda. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að rimman um varaformennskuna fer og hvort þeirra standi eftir sem sigurvegari og hvort muni tapa kosningunni. Það mun verða erfitt fyrir þann sem tapar og viðbúið að sviptingar verði þarna innbyrðis sama hvernig fer er á hólminn kemur.

mbl.is Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það er alveg ótrúlegt hvað Magnús er oft ómálefnalegur er hann reynir að færa rök fyrir sínum málum, fyrir utan hvað það er slæm ára í kringum hann. Hann virkar á mig mjög óöruggur og beyskur maður. Eins og þú segir þá reynir hann að skíta út andstæðinga sína, en það er aðferð sem mjög oft er notuð til að reyna að fela sína eigin veikleika. Hjá Magnúsi þá vekur þetta hinsvegar meiri athygli á hans veikleikum og hans persónuleika þannig að þetta er í raun Boomerangaðferð sem hann er að nota, gerir sér bara ekki grein fyrir því ennþá sjálfur.

Guðmundur H. Bragason, 24.1.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Þú ert duglegur með krítina hér að sjá má og virðist gróa um heilt milli þín og Magnúsar eftir rimmuna um árið. Hvað segirðu er Valdimar á einhverjum díl Stebbi , endilega fræddu okkur meira um það sem þú hefur fyrir þér í þessu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.1.2007 kl. 01:58

3 identicon

Fyrir Frjálslynda flokkinn skiptir miklu máli að hafna Magnúsi Þór, Margrét er leiðin til sátta, annars held ég að Guðjón eigi sinn þátt í þessari stöðu sem upp er komin. Ekki má heldur gleyma þætti Jóns Magnússonar.
Ef Magnús vinnur er ég ansi hræddur um að flokkurinn klofni.
Útvarp Saga virðist útvarpa eingöngu óhróðri um Margréti.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband