Kosið um umdeilda álversstækkun í mars

Það er nú ljóst að kosið verður um stækkun álversins í Straumsvík þann 31. mars, rétt fyrir páskana og rúmum mánuði fyrir alþingiskosningar. Þetta er merkileg tímasetning og greinilega valin til að þetta mál verði ekki grunnmál stjórnmálanna á svæðinu á lokaspretti kosningabaráttunnar. Það má búast við áherslumun og átökum um stækkunina. Hún er nú þegar orðin umdeild í huga fólks á svæðinu og sitt sýnist hverjum.

Það er öllum ljóst að stækkunin og kosningin verða einn af meginpunktum kosningabaráttunnar í vor í Suðvesturkjördæmi. Þess má sjá greinilega stað með vali vinstri grænna á Ögmundi Jónassyni sem leiðtoga sínum í kjördæminu, en lista Samfylkingarinnar leiðir hinsvegar Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og einn af arkitektum veldis Samfylkingarinnar í bænum. Það má því búast við einhverjum núningi um þetta mál.

Tímasetning kosningarinnar gerir það að verkum að meginþungi umræðunnar verði búinn fyrr en ella. Sitt sýnist hverjum. Þarna virðast áherslur ekki fara eftir flokkslínum. Fannst mjög athyglisvert að sjá Vilborgu Gunnarsdóttur, fyrrum bæjarfulltrúa okkar sjálfstæðismanna á Akureyri, skrifa greinar og tjá sig um mál álversins á svæðinu nýlega eftir fræga gjöf á disk Bo Hall til bæjarbúa í Hafnarfirði. Þar tjáði hún með beittum hætti skeptíska sýn á stækkunina.

En þetta verður áhugaverð kosning - vissulega merkilegt að bæjarbúar fái að ráða því sjálfir hvað gerist með deiliskipulagstillöguna. Heldur verður að teljast að vindar blási gegn henni og að óbreyttu spái ég þeirri niðurstöðu þann 31. mars.


mbl.is Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán.

Venjan er sú, að þegar á hólminn í kosningum er komið, þá ræður afstaðan til fjárhagslegrar afkomu einstaklinga og fjölskyldna mestu um hvar kosningakrossinn er settur.

Þrátt fyrir háværa umræðu á öðrum nótum, þá þykir mér afar ólíklegt að við Hafnfirðingar styðjum ekki við vöxt og viðgang stærsta og öflugusta fyrirtækis í bænum okkar, ekki hvað síst þegar 40 ára reynsla okkar er sú að engin sérstök megngun hefur fylgt þessari starfsemi umfram aðra hefðbundna iðnaðarstarfsemi.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband