Dýrkeypt einkavinavæðing

Árni Páll Árnason, sem forðum var álitin vonarstjarna fyrir Samfylkinguna, virðist vera að fuðra hratt upp pólitískt vegna einkavinaráðningar Runólfs Ágústssonar í starf umboðsmanns skuldara. Þessi sóðalega einkavinavæðing toppar dekstrið á Einari Karli Haraldssyni svo um munar.

Hann kom illa út úr blaðamannafundi í morgun og vísaði til þess að hafa ekki vitað um skuldaskil og þess háttar. Afar klaufalegt og subbaleg afneitun á staðreyndum. Þetta mál á eftir að skaða Samfylkinguna mjög mikið verði ekki klippt á þetta mjög fljótlega.

Pressan stendur sig vel og þjarmar vel að ráðherranum, spyr spurninganna sem allir spyrja sig. Kominn tími til að hún standi sig vel og sinni sínu hlutverki. Mjög vel gert og spurningarnar sem ráðherrann fær eru góðar og hann á í vök að verjast.

Annað hvort mun ráðherrann fórna pólitískum ferli sínum eða losa sig við Runólf.

mbl.is Vissi að Runólfur tapaði fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband