Botnlaust klúður Árna Páls

Árni Páll Árnason berst í bökkum eftir dæmalaust klúður við skipan umboðsmanns skuldara. Honum og Runólfi Ágústssyni ber ekki saman í yfirlýsingum sínum, annar þeirra er greinilega að skauta allsvakalega framhjá staðreyndum.

Runólfi hefur með yfirlýsingu sinni tekist að magna hitann undir Árna Páli og er alls óvíst um að hann bjargi ráðherrastólnum. Draumurinn um formennsku Samfylkingarinnar virðist úti og gott betur en það.

Nú er spurning hvort ráðherranum tekst með hundakúnstum að bjarga sér frá pólitískri glötun. Þar skiptir mestu pólitískur stuðningur þingflokks og formannsins, forsætisráðherrans ósýnilega.

En hvernig er það, ætlar enginn að bera ábyrgð á þessu klúðri? Hefur ekki Samfó alltaf talað um pólitíska ábyrgð?

Þetta er lánlaust lið, ekki annað hægt að vorkenna pínkupons þeim sem geta klúðrað svona massíft æ ofan í æ.

mbl.is Ástu boðið starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband