Vissi Gylfi ekki hvað gerðist í ráðuneyti hans?

Þegar Gylfi Magnússon var fenginn í ríkisstjórn sem utanþingsráðherra í viðskiptaráðuneytið var það undir yfirskini þess að hann væri fræðimaður sem hefði mikið fram að færa, sérfræðiþekkingu og umfram allt þann trúverðugleika sem skorti í viðskiptaráðuneyti Björgvins G. Sigurðssonar sem flaut sofandi að feigðarósi.

Eftir að hafa setið í ráðuneytinu í eitt og hálft ár eru flestir farnir að efast um sérfræðiþekkinguna sem þótti svo mikilvægt fararnesti og trúverðugleikinn er svo gott sem farinn. Eftir stendur strípaður utanþingsráðherra með ekkert bakland. Hann er orðinn algjört rekald í því lánlausa hrói sem þessi vinstristjórn er.

Hver getur trúað því að viðskiptaráðherra með svo mikla þekkingu á málum og þá yfirsýn sem skorti hjá Björgvini G. Sigurðssyni viti ekkert hvað er að gerast í hans húsi. Er það virkilega svo að hann sé svo sljór og slappur að hafa algjörlega brugðist eða er hann einfaldlega að ljúga að þjóðinni?

Pressan hlýtur að rekja þá slóð vilji hún standa undir nafni. Eða er Gylfi kannski jafn slappur viðskiptaráðherra og Björgvin greyið? Hver ætlar að bera ábyrgð á þessum landlausa ráðherra öllu lengur? Ætla VG og Samfylkingin að senda björgunarþyrluna eftir honum?

mbl.is Vissi ekki af áliti Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband