Spaugstofan hættir - stofnun í svelti

Að vissu leyti er mikil eftirsjá af þáttum Spaugstofunnar. Þetta er einn langlífasti þáttur íslenskrar sjónvarpssögu og skipar óumdeilanlega mikinn sess í sögu gamanefnis hérlendis. Spaugstofan hefur þorað að vera gagnrýnin og oft fetað ótroðnar slóðir, verið ögrandi og ófeimin við að vega mann og annan viku eftir viku á kjörtíma í sjónvarpi. Þeir hafa bæði styrkt stjórnmálamenn og slátrað þeim pólitískt með kómík sinni. Flestir muna eftir hvernig Pálmi fór með Halldór Ásgrímsson.

En endalokin koma ekki að óvörum. Ríkisútvarpið er í miklu peningasvelti og þar er horft í hverja krónu, þó deila megi hvort allt sé skynsamlegt í ákvörðun yfirstjórnarinnar þar. Sú ákvörðun að slátra svæðisstöðvunum, eyðileggja þar með áratugastarf í miðlun fréttaefnis af landsbyggðinni, og kippa eina fréttaskýringarþættinum í sjónvarpi úr sambandi var umdeild, enda röng og afleit. Mun betra hefði verið að kippa Rás 2 úr sambandi, stöð sem hefur litla sem enga sérstöðu.

Spaugstofan lifir áfram, hvort sem hún fær nýjan stað í sjónvarpi eða verður til í öðru formi gamantúlkunar. Hún hefur markað sér sess í huga þjóðarinnar.

mbl.is Spaugstofan lifir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband