Trúverðugleiki Gylfa í molum

Ég held að flestir geti verið sammála um að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hafi komið afleitlega út í Kastljósi kvöldsins. Get varla séð hvernig hann getur setið áfram í ríkisstjórn, hann er algjörlega landlaus og rúinn trausti eftir nýjustu vendingar.

Þetta eru raunaleg endalok hjá utanþingsráðherranum sem sóttur var sérstaklega í viðskiptaráðuneytið til að ljá vinstristjórninni trúverðugleika og vera henni akkeri á þeim vettvangi þar sem hún væri veikust fyrir.

Nú er Gylfi orðinn dragbítur á löskuðu vinstristjórnina. Get ekki séð hvernig hann getur varið sig með útúrsnúningum öllu lengur. Hann var lengi meðhöndlaður með silkihönskum en þeir dagar eru sannarlega liðnir.

Nema að vinstriflokkarnir ætli að verja lengur ráðherrann umboðslausa sem situr í þeirra umboði. Spurning hvort þeir leggi í það eins og komið er málum. Efa það.


mbl.is Mátti ekki dreifa minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband