Gylfi Magnússon á að segja af sér

Muni Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, ekki segja af sér ráðherraembætti sem fyrst verður að kalla Alþingi saman og ræða hvers vegna hann leyndi þingi og þjóð mikilvægum upplýsingum sem augljóst er að hann sat á þegar hann svaraði fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, alþingismanns. Gott er að lögfræðingur ráðuneytisins ætlar ekki að taka skellinn á sig og ver með því starfsheiður sinn og er manneskja að meiri fyrir vikið.

Eftir situr ráðherrann í súpunni. Eftir afleita Kastljósframmistöðu er bakland hans búið og nú verða stjórnmálamenn sem völdu þennan ráðherra og veittu honum mikil völd án þess að hann hafi nokkru sinni hlotið kjör til að sinna þeim að svara þeirri spurningu hvort þau geti varið hann. Nýtur þessi ráðherra trausts? Ætla leiðtogar stjórnarflokkanna að verja það að ráðherra í þeirra umboði hafi sagt þingi og þjóð ósatt?

Kannski er það í lagi að þeirra mati þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, varð sjálf uppvís að því að ljúga að þingi og þjóð um launakjör og ráðningu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.

Þetta er samt skaðlegt í alla staði fyrir rikisstjórn sem lofaði gegnsæi og heiðarlegri vinnubrögðum en hefur algjörlega brugðist, sérstaklega þeim sem kusu vinstriflokkanna til valda og töldu með því betri tíð í vændum.

Raunalegt er að háskólamaðurinn Gylfi Magnússon, sá sem kallaði eftir skilvirkum og betri vinnubrögðum í stjórnsýslunni á mótmælafundi á Austurvelli fyrir tæpum tveimur árum, hafi algjörlega brugðist.

Hann á að sjá sóma sinn í að segja af sér.

mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband