Viðtal og mætur bloggvinur

Var að koma úr viðtali hjá Birni Þorlákssyni áðan, en hann vildi ræða við mig um bloggskrifin mín. Notalegt og gott spjall að mínu mati. Það er alltaf svosem um nóg að tala. Veit ekkert hvernig að þeir ætla að nota þetta, en þeir sjá bæði bæjarstöðinni sem og Stöð 2 fyrir fréttum. Það er búið að vera sviptingasamt rok hér á Akureyri og það var eiginlega hressandi að rabba við Björn í ferskum vindgusti niðrí Grundargötu áðan.

En að öðru; alltaf fjölgar í góðum hópi bloggvina. Nú er vinkona mín, Ólöf Nordal, verðandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, farin að blogga hér í vefsamfélaginu okkar og er auðvitað í hópi bloggvina, meira að segja í eðaldeildinni þar. Hvet alla til að líta í heimsókn á vefinn hennar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert ötull Stefán.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Jamm alltaf gott veður á Akureyri

Rúnar Haukur Ingimarsson, 25.1.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Alltaf getur maður glaðst..er ég þá í eðaldeildinni...ég sá bara að ég er undir bloggvinum eins og Ólöf

Júlíus Garðar Júlíusson, 25.1.2007 kl. 14:43

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Bloggvinirnir eru eðaldeildin, það blogg sem maður fylgist best með á netrúntinum. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.1.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband