Magni heldur á vit bandarískra tónlistarævintýra

Magni Þá er Magni haldinn út á vit bandarískra tónlistarævintýra. Það mun vonandi ganga vel hjá honum. Hörkutónlistarferðalag framundan - hann missti reyndar af byrjuninni eins og frægt er orðið fyrir löngu síðan. Sannaðist þá að það er ekki stokkið 1, 2 og 3 til Bandaríkjanna til verka. Sagan segir að Valgerður Sverrisdóttir hafi prívat og persónulega fengið tonn af tölvupóstum. Efast þó stórlega um að hún hafi lesið alla póstana sjálf.

Það að fá atvinnuleyfi í USA er stórmál, sérstaklega eftir 9/11, þó að alltaf hafi þeir hlutir verið flóknir. En þetta gekk allt að lokum og ferðin er hafin. Þetta er víst mikið prógramm. Það hlýtur að vera mjög strangt prógramm að vera á svona tónleikatúr satt best að segja. Ekki gert fyrir alla og sérstaklega ekki fjölskyldufólk. Hlýtur samt að vera alveg einstakt tækifæri fyrir þá sem virkilega unna tónlist og vilja tækifæri til að stimpla sig inn í harðkjarnabransann úti.

Það er reyndar helsta spurningin núna hvort að Magni fær það gott tækifæri út að hann vilji helga sig algjörlega svona hörðum bransa. Það er enda óravegur á milli þessa bransa og þess sem gerist og gengur á gamaldags sveitaballamarkaðnum hér heima á Íslandi. Vona annars að Magna gangi vel úti. Þetta er harður bransi sem hann heldur í, en hann er eflaust með þau sterku bein sem þarf í hann.

mbl.is Magni farinn til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Var að lesa einhvers staðar að fyrstu hljómleikar Rockstar Supernova í Florída hefðu verið hálf daprir. 4-5000 manns í 10.000 manna sal. Vonandi hættir Magni sér ekki of langt í þessu. Hann virðist hins vegar þurfa að hlaupa af sér hornin. Og það er sjálfsagt að reyna sig.

Hann á eftir að upplifa að það er ekki endilega samasem merki á milli frægðar, peninga og síðan hamingjunnar.

Haukur Nikulásson, 25.1.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband