Súrt ástarlíf í gervi glamúr

Ansi er nú þessi fréttamennska um svokallaða glamúrgellu Völu Grand þreytt og klén. Þessi séðogheyrt - blaðamennska er að verða æ meira áberandi hérna á Íslandi, því miður. Ég var eiginlega að vonast til að þessi rósrauða pressa væri bara á öðrum fréttavefum og hægt að passa upp á hana þar, en svo er nú víst alls ekki.

Kannski getum við verið sæl með þetta þangað til að ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna heima fara að dúkka upp á mbl.is. Og þó ég gleymdi því við eigum ekkert ríkt fólk lengur sem vill láta sjá sig hérna heima nema þá örfáa lánlausa menn í felum, en dveljast að mestu leyti erlendis.

Mér fannst tilraunir sumra hérna heima til að gera Ásdísi Rán að einhverri táknmynd ríka og fræga fólksins í fréttaumfjöllun mistakast frekar hrapallega. Þetta er engu skárra. En ég afþakka samt svona blaðamennsku, hún á helst heima annarsstaðar.

mbl.is Vala Grand: Hann var myndarlegur en nautheimskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband