Reynt ađ berja í brestina - flókinn ráđherrakapall

Eftir flókinn og erfiđan ráđherrakapal, sem gekk erfiđlega fyrir Samfylkinguna, hefur veriđ stokkađ upp í vinstristjórninni. Ţetta er úrslitatilraun til ađ berja í brestina, reyna ađ halda samstarfinu saman og koma málum á hreyfingu. Stjórnin hefur veriđ lömuđ síđan Ögmundur Jónasson sagđi af sér fyrir tćpu ári. Samfylkingin hefur seint og um síđir áttađ sig á ţví ađ semja ţurfti viđ órólegu deildina í VG til ađ stjórnin myndi lifa. Uppstokkunin ber ţess merki ađ órólega deildin fćr sinn sess.

Jóhanna Sigurđardóttir kemur sem mjög veikur leiđtogi út úr ţessari ráđherrahrókeringu. Illa gekk fyrir hana ađ koma tillögu í gegnum ţingflokkinn og augljóst ađ ţar eru margir ósáttir. Konur eru ósáttar međ sinn hlut í tillögunni og landsbyggđarmenn, einkum í Norđausturkjördćmi, eru mjög óánćgđir međ ađ Jóhanna hafi allt ađ ţví slátrađ pólitískum ferli Kristjáns L. Möller, sem fékk ekki ađ vígja sín kćru Héđinsfjarđargöngin í heimabyggđ sem átti ađ vera stćrsta pólitíska stund hans.

Innan vinstri grćnna hefur ráđherrakapallinn afhjúpađ hversu veikburđa og máttlaus Steingrímur J. Sigfússon er orđinn. Hann hefur enga stjórn á málum innan VG og hefur gefist upp fyrir órólegu deildinni. Jón Bjarnason er stóri sigurvegarinn. Hann heldur velli ţvert á ţađ sem margir töldu fyrir skömmu og hefur haft nokkurn sigur í erfiđri rimmu. Ögmundur kemur aftur inn og getur styrkt stöđu sína sem fyrsti innanríkisráđherrann. Ţeir sem vanmátu Ögmund fengu heldur betur á baukinn.

Auk ţess var undarleg sú atburđarás ţegar formađur Samfylkingarinnar var farin ađ skipta sér af ráđherrakapli vinstri grćnna og kallađi ráđherra VG á sinn fund til ađ lćgja öldur. Síđast ţegar ég vissi var ráđherrakapall hvers flokks á ábyrgđ flokksformanns en ekki formanna annarra flokka. Steingrímur J. virđist eiga erfitt međ ađ halda sínum hóp saman og horfir ráđalaus á forsćtisráđherrann taka stjórnina og lútir valdi hennar í einu og öllu.

Erfiđur vetur er framundan í pólitíkinni. Nú er allt lagt undir til ađ bjarga tćru vinstristjórninni. Henni hefur fátt tekist og afrekaskráin er ekki löng. Síđasta áriđ hefur nćr allt púđur hennar fariđ í ađ halda sér á floti, koma í veg fyrir ađ hún hrökklist frá völdum ósátt og sundruđ eins og allar ađrar íslenskrar vinstristjórnir. Nú reynir á hvort tekist hafi ađ berja í brestina.

mbl.is Guđbjartur verđi ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband