Jóhanna og Össur reyna að sleppa við ábyrgð

Eigi að stefna fjórum ráðherrum, úr ráðuneyti Geirs H. Haarde sem sat fyrir hrun, fyrir landsdóm er eðlilegt að spurt sé af hverju Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson fari ekki sömu leið. Eru þau minna sek um embættisafglöp og hafa brugðist trausti en ráðherrarnir fjórir? Ekki má gleyma því að þau eru einu ráðherrarnir fyrir hrun sem enn sitja í ríkisstjórn og því varla furða að þau séu á nálum. Þau hljóta að hafa samvisku fyrir sinni ábyrgð.

Sú staðreynd hefur gleymst alltof oft að Jóhanna Sigurðardóttir sat ásamt Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen í ráðherranefnd um efnahagsmál, valin þar sem annar ráðherra Samfylkingarinnar með flokksformanninum, fram fyrir viðskiptaráðherrann Björgvin sem greinilega var haldið algjörlega utan við öll helstu mál. Auk þess var Össur starfandi formaður flokksins í raun þegar ISG veiktist og sat á öllum upplýsingum.

Samfylkingin dílar nú um hverjir verði dregnir fyrir landsdóm, sem eðlilegt er að kalla saman vegna þessa máls. Þar á greinilega að velja fallista sem taka fallið af öðrum ef marka má þessa atburðarás. Það verður að gera upp þetta stóra efnahagshrun með viðeigandi hætti og láta reyna á ábyrgð ALLRA þeirra ráðherra sem sátu við völd og brugðust gjörsamlega bæði þjóðinni og trúnaðarmönnum flokkanna sem þau unnu fyrir.

Þar eiga Jóhanna og Össur ekki að sleppa, þó þau sleppi væntanlega þar sem þau hafa ferlið í vasanum. Ef allt væri með felldu ætti að draga fyrir landsdóm alla ráðherra sem voru í lykilstöðu í ferlinu fyrir hrun. Ef við viljum almennilegt uppgjör. En það vill Samfylkingin greinilega ekki, enda horfist ekki í augu við ábyrgð forystumanna sinna í hrunferlinu í þessu mikla uppgjöri sem þarf að fara fram.

mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband