Smölunarhátíð Frjálslynda flokksins hafin

Margrét og Magnús Þór í Kastljósi Það má búast við að smalamennska verði yfirskrift landsþings Frjálslynda flokksins sem nú er hafið. Þar fer fram á morgun athyglisvert varaformannskjör þar sem takast á tveir afgerandi armar flokksins. Smölun ræður þar úrslitum; sá sem smalar fleirum á svæðið stendur uppi sem sigurvegari. Það verður eflaust merkileg stemmning á þingi þessa örflokks, sem þrátt fyrir smæð sína berst hatrammri valdabaráttu í míkróstærð.

Í flestum alvöru flokkum er fagmennska við framkvæmd fundarins; flokksfélög kjósa sér landsfundar- eða flokksþingsfulltrúa og allir sem sitja fundinn hafa umboð sinna félaga. Af því leiðir að þeir sem sitja fundinn þurfa að hafa komið sér í einhverskonar grunnstarf í stjórnmálum, hafa þurft að leggja eitthvað af mörkum. Af því leiðir enn frekar að virkt flokksfólk tekur ákvörðun um forystu flokksins. Það er þeirra að kjósa í embætti og taka virkan þátt í fundarstörfum með málefnastarfi eða viðlíka vinnu.

Í Frjálslynda flokknum þarf engin kjörbréf til að sitja svona æðstu samkundu. Þetta verður því eins og aðalfundur í íþróttafélagi eða annarskonar þar sem minna er um reglur. Þetta getur skapað vandamál, enda virðist Jón Jónsson geta gengið inn til fundar af götunni og hefur þar jafnt vægi við að leggja flokknum línurnar og þeir sem hafa jafnvel unnið árum saman. Merkilegt. Það eru margir greinilega að velta þessu fyrir sér í bloggheimum í dag.

Lína helgarinnar verður því; sá sem smalar sem mest og grimmast stendur brosandi eftir síðdegis á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hvor smalar meiru og brosir sínu breiðasta eftir talningu á morgun; Margrét Sverrisdóttir eða Magnús Þór Hafsteinsson. Tveir armar að berjast - talsvert í húfi fyrir bæði öflin.

mbl.is Viljum eiga aðild að ríkisstjórn eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband