Silvía Nótt snýr aftur

Silvía Nótt Jæja, þá er víst Silvía Nótt að snúa aftur, eða allavega reyna að eiga kombakk, ef marka má fréttirnar. Lítið hefur heyrst í henni eftir söngvakeppnina í Aþenu í maí í fyrra þar sem hún fékk nokkurn skell, eins og flestir muna. Þrátt fyrir þann endi á Eurovision-ævintýrinu var hún ein andlita ársins 2006 óneitanlega. Lag hennar og framkoma sló í undankeppninni hér heima fyrir nærri ári og þjóðin valdi hana áfram.

Eins og allir vita náði hún ekki að komast alla leið. Það fór eins og fór hjá henni vegna yfirlætis sem engin innistæða var fyrir úti, merkilegt fall í rauninni. Í upphafi var Silvía Nótt ágætis karakter og lagið fínt. Karakterinn hélt áfram að þróast og ekki til góða. Undir lokin var þetta orðin sorgarsaga og hún gekk endanlega frá öllu sem hét sigurmöguleikar með framkomu sinni ytra dagana sem hún dvaldi þar vegna keppninnar. Að mörgu leyti var leitt að sjá hvernig að hún eyðilagði fyrir sjálfri sér.

Það er nær einsdæmi að púað hafi verið á keppanda fyrir og eftir flutning en það henti Silvíu Nótt í keppninni fyrir ári. Það er engin furða að þetta hafi farið svona - ég varð allavega ekki hissa á gengi Silvíu eftir allt sem gengið hafði á í Aþenu. Margir áttuðu sig reyndar ekki á því að þetta var einn stór brandari að keppninni, en hvað með það. Brandarinn varð of súrrealískur. Þessi local-brandari varð einum of allavega. Það stefnir ekki í að við fetum sömu leið í Helsinki í maí, sama hver vinnur nú.

Fróðlegt verður að sjá hvort að Silvía Nótt eigi sér séns til endurkomu. Ég yrði ekki hissa þó flestir landsmenn væru búnir að fá alveg nóg af karakternum. Frábær leikkona eins og Ágústa Eva sem hefur ráðandi eignarhlut í Silvíu Nótt er fjölhæf leikkona sem sannaði sig í Mýrinni - hún er svo sannarlega betur komin í öðru.

mbl.is Silvía Nótt með nýjan umboðsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún getur sko víst gert come back það eru MArgir í bandaríkjunum og evrópu sem elskar Silvíu Nótt sko.. svo er nýja lagið sem hún frum flutti á Fm957 um daginn algjörlega snilld.. ég held að hún mun slá í gegn með þessa plötu hlakka til bara sko.! Go Silvia Night og Ágústa 

Arnar (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Mæl þú manna heilastur! Með takmarkalausri virðingu fyrir leikkonunni: hún skóp skrímsl sem fáir vilja eiga að heimilisvini. Í leiðinni sagði hún okkur áreiðanlega eitthvað um okkur sjálf.  En, plís, ekki meir, ha?

Hrafn Jökulsson, 27.1.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ekki myndi ég neita kvöldverði með Sylvíu Nótt ykkur að segjaYndisleg týpa sem skríður undir yfirborði þjóðarinnar og sýnir okkur okkar innri mann. Og svo er hún bara gullfalleg og með seiðandi augu

Guðmundur H. Bragason, 27.1.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband