Mikilvægur leikur á morgun!

Gaui Heldur betur mikilvægur leikur á morgun - leikum gegn Slóvenum. Sigur verður að vinnast á morgun, enda reikna flestir með erfiðum leik við Þýskaland á heimavelli á sunnudaginn. Tveir öflugir leikir sem blasa allavega við öllum handboltaáhugamönnum hér heima. Það má búast við allavega að þorri landsmanna sitji við skjáinn áhugasöm um leikinn frá upphafi til enda.

Leikirnir og staða þeirra taka á; bæði fyrir þjálfara og leikmenn. Það er eðlilegt, þetta er ekta spennusport. Alli Gísla var mjög ósáttur við tapið gegn Pólverjum, sem eðlilegt er. Mikil spenna og taugarnar þandar til hins allra ítrasta, eins og sést á þessari frétt. Þjóðin er öll spennt og við getum margfaldað spennu okkar MeðalJónanna í handboltapælingunum með 1000 og komist þannig nærri spennunni hjá okkar mönnum úti.

En spenna á morgun - allir horfa: mikið fjör! Vonum það besta. Sigur á morgun hlýtur að nást. Enn meira spennandi verður leikurinn gegn gestgjöfunum Þjóðverjum. Þetta verður spennuþrungin helgi á heimilum íslenskra handboltaáhugamanna, svo mikið er víst.

mbl.is HM: Alfreð ósáttur við Bogdan Wenta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú skrifar meira á hverjum degi en flestir blaðamenn....en ekki orð um ríkidæmi óla partýkalls en fárast yfir 5 millunum hans árna ?   Óli má nú eiga það að hann stal ekki smáaurum....

 ef þú bloggar svona mikið - greinilega mikinn frítima - hvernig væri þá að blogga um hluti sem skipta máli ??? Sbr. einkavæðing vís....etc....sbr.pósturinn sem þú fékkst ?

 annars gaman að lesa bloggið þitt....

kv.

JS

JS (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband