Skelfilegt ástand í háloftunum

Flugvélin Það hlýtur að vera skelfileg tilfinning að vera um borð í flugvél þar sem eitthvað fer úrskeiðis. Það er eitt mesta öryggisleysið við veru um borð í flugvél í háloftunum að fari eitthvað úrskeiðis getur orðið fátt sem getur orðið til batnaðar ástandinu í raun. Öryggistilfinningin breytist hratt þar fari eitthvað úrskeiðis. Sem betur fer ekkert alvarlegt um að ræða í þessu tilfelli.

Fyrir nokkrum vikum var einn vinur minn í flugi á milli Parísar og Keflavíkur. Vélin tók mikla dýfu í fluginu, alveg ógnvænlega. Hef heyrt margar lýsingar á þeirri ferð, enda hlýtur það að hafa verið ógnvænleg upplifun í þeirri stöðu. Þar köstuðust hlutir til og skelfing farþega auðvitað mikil. Það hlýtur að vera að farþegar fái kvíðakast í slíku tilfelli, en sem betur fór vel í því tilfelli.

Það er oftast nær öryggistilfinning yfir því að fljúga - stutt á milli og góður ferðamáti. En það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis í fluginu til að versni yfir, enda má lítið þannig séð út af bera.

mbl.is Neyðarástand um borð í flugvél Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég geri ráð fyrir því að mennsk öfl hafi flogið vélinni, ekki var hún á sjálfstýringu. Það var fólk um borð, ekki var hún mannlaus geri ég ráð fyrir. Þetta er cargo-vél eins og sést á merkjum hennar. Ég fjalla eiginlega mun meira um annað tilfelli í háloftunum í farþegaflugi þar sem raunveruleg hætta var á ferð.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband