Magnús Þór endurkjörinn - hvað gerir Margrét?

Guðjón og Magnús Magnús Þór Hafsteinsson hefur verið endurkjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins. Hann sigraði Margréti Sverrisdóttur með 369 atkvæðum gegn 314; 54-46 mælt í prósentum.

Merkileg úrslit. Sigur ráðandi afla gegn Sverrisarminum, armi stofnanda flokksins og dóttur hans. Þetta er sögulegt uppgjör og ótrúleg endalok. Er nokkuð of mikið að fullyrða að Sverrir hafi misst authorítetið í flokknum með þessu? Varla vægt mat þetta.

Hvað gerir Margrét Sverrisdóttir nú eftir þennan ósigur? Stór spurning. Hún hlýtur að róa á önnur mið eftir þessa höfnun.

mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hún er alltaf velkomin heim með karli föður sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ljósblár eða dökkblár kannski ekki aðalatriðið hjá Margréti..en allavega segi ég  "einu sinni blár alltaf blár"

Guðmundur H. Bragason, 27.1.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband