Smölunarhátíð par excellanz - rúmar reglur

Guðjón Arnar Kristjánsson Jæja, þá eru frjálslyndir búnir að klappa upp Guðjón Arnar Kristjánsson sem formann án kosningar. Merkilegt allt saman. Þetta landsþing lítur úr fjarlægð út sem smölunarhátíð par excellanz í fullri hreinskilni sagt. Í hvaða öðrum flokki er hægt að ganga inn af götunni, skrá sig á einföldu blaði og fá í hendurnar atkvæðaseðil til að kjósa forystu flokks. Þetta hljómar sem kostulegur brandari en þetta er þó að gerast á Hótel Loftleiðum.

Reglurnar eru reyndar svo rúmar að fyrst að kosning hófst ekki á réttum tíma er hægt að merkja við og skilja atkvæðin eftir sem verða svo tekin með er kosningin hófst. Þetta er allt mjög kostulegt séð úr fjarlægðinni héðan frá Akureyri. Ekki er þetta allavega flokkur sem ég heillast af og ekki sé ég margt þarna mjög heilsteypt. Það virðist hafa verið ekta kaos á þessu landsþingi, svipað og á fjölmennu réttarballi þar sem menn slást um sætustu stelpuna á ballinu. Kostuleg lögmál.

Ekki get ég sagt að ég heillist af stefnu frjálslyndra í innflytjendamálum sem kynnt var í gær af formanninum. Þar er gengið lengra en ég kæri mig um. Ekki geðfellt, segi ég og skrifa. Það er greinilegt að þessi flokkur verður eins og vasaútgáfa af Framfaraflokki Carls I. Hagen hinum norska. Ekki geðslegt. Lofar ekki góðu komist þessi flokkur í oddastöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hver vill annars upphefja svona stefnu? Ekki hægt annað en að spyrja hreint út.....

mbl.is Guðjón Arnar kjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurt er:í hvaða stjórnmálaflokki er hægt að ganga inn af götu og kjósa forustu    ég veit allavega um einn svoleiðis flokk en það er sjálfstæðisflokkurinn þar þarf væntanlega að sýna skilríki rétt eins og hjá frjálslyndum.En mér er spurn hvernig á þetta að vera öðruvísi? ég lýsi eftir tllögum mér fróðari manna.

Einar (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Í Sjálfstæðisflokknum kjósa flokksfélög landsfundarfulltrúa sem fara með kjörbréf inn á landsfund og taka þátt í fundinum. Maður labbar ekki inn af götunni verandi í borginni einhverra hluta vegna og tekur þátt í fundinum. Það eru reglur um kosningar í flokknum og fleira. Það er enginn sjálfkjörinn á fundinum. Það er kosið í öll embætti, t.d. er alltaf kosning í embætti formanns þó t.d. aðeins einn hafi gefið kost á sér. Viðkomandi formannsefni fer fyrir fundinn og fær þar mælingu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband