Jón Baldvin segir Ingibjörgu Sólrúnu hafa mistekist

JBH Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, var í miklum ham í Silfri Egils fyrir stundu. Hann sagði Samfylkingunni hafa mistekist og sagði ef að hún tæki sig ekki á myndi stefna í nýjan stjórnmálaflokk. Það er greinilegt að með þessu er Jón Baldvin að gefa endanlega upp á bátinn stjórnmálaferil og forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Jón Baldvin dæmir forystu hennar sem vonlausa. Þetta er með harðari uppgjöri á misheppnaða forystu borgarstjórans fyrrverandi.

Ég man ekki eftir Jóni Baldvini svona kraftmiklum og lifandi síðan að hann var utanríkisráðherra á tímum GATT og tollapælinganna. Þegar að ég byrjaði eitthvað að spá í pólitík var Jón Baldvin utanríkisráðherra í stjórn Davíðs Oddssonar. Hann talaði þá af krafti. Ég var ekki alltaf sammála honum, en ég virti að hann hafði afgerandi skoðanir og pælingar hans voru lifandi. Það met ég í fari stjórnmálamanna, hreint út sagt. Það er þetta sem hefur vantað í fari Ingibjargar Sólrúnar og greinilegt að Jón Baldvin telur fullreynt að hún nái þeim stalli í vor. Þetta eru gríðarleg pólitísk tíðindi að mínu mati - hreint út sagt.

Það að eðalkrati og afgerandi vitringur á vinstrivængnum tali svona er mjög merkilegt - þetta eru mikil tímamót á vinstrivængnum. Þetta má túlka sem lokaviðvörun til formanns Samfylkingarinnar um að hysja upp um sig buxurnar og reyna að bjarga því sem bjarga verður. Jón Baldvin virðist ekki ánægður með stöðu Samfylkingarinnar, sem skiljanlegt er. Honum var þungt í huga yfir Samfylkingunni og virðist til í allt ef marka má þetta. Greinilegt er að hann vill þungavigtarfólk til framboðs og lýsir yfir frati á nær óbreytta framboðslista Samfylkingarinnar um allt land.

Fyrir nokkrum árum var Jón Baldvin einn öflugasti stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og baráttumaður þess að hún leiddi Samfylkinguna. Í dag gagnrýnir hann hana og lýsir Samfylkingunni sem tilraun mistaka við að stofna ráðandi flokk í pólitíska litrófinu. Merkileg tímamót eru þetta! Er annars Ingibjörg Sólrún ekki búin að vera? Það verður varla sagt annað í stöðunni eftir eldmessu Jóns á Stöð 2 eftir hádegið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ertu að segja mér að þessi ummæli Jóns Baldvins hafi verið traustsyfirlýsing við ISG? Hann var að segja hreint út að ef ISG hysjaði ekki upp um sig buxurnar myndi illa fara. Þetta var ekta viðvörun. En maður sem talar svona virðist ekki hafa mikla trú á forystu sína.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.1.2007 kl. 15:45

2 identicon

Ingibjörg Sólrún hélt því fram í annað skipti að Baugsmálið væri runnið undan rifjum Sjálfstæðisflokksins, allflestir eru sammála þessu enda ærin rök fyrir því. Mál Árna Jonsens verður stórhlægilegt í samanburði við það, hreint smámál.

Það er athyglisvert að síðuhöfundur hefur engar áhyggjur af þessu stórréttarhneygsli.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú hefur greinilega ekki lesið síðuna síðustu daga Kristján. Ég skrifaði um Baugsmálið hér á vefinn fyrir nokkrum dögum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.1.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband