Spennandi leikur í dag - kostuleg einkunnagjöf

Úr leiknum við ÞjóðverjaHugur þjóðarinnar á þessum þriðjudegi er hjá íslenska landsliðinu í Hamborg. Í kvöld mætir liðið Dönum í leik um sæti í undanúrslitum HM í Þýskalandi. Búast má við spennandi leik og áhugaverðum. Christian Fitzek segir að við séum með lakasta liðið en það skemmtilegasta. Kostuleg einkunnagjöf - það vonandi tekst að sýna honum að við höfum möguleika til að fara lengra.

Dagsskipunin úti hjá okkar mönnum hlýtur að vera sigur og ekkert annað. Við getum alveg unnið Danina fyrst að við unnum Frakkana. Annars sýnist mér Fitzek spá Króötum heimsmeistaratitlinum í slag við Pólverjana. Má vel vera að það verði úrslitaleikurinn en ég held að við getum unnið leikinn í dag og fari það svo erum við komnir í mjög góða stöðu.

Það má segja að þetta lið sé komið mun lengra en mörgum hafði órað fyrir að það myndi gera. Það hefur ekkert annað en komið á óvart, bæði fólki hér heima og ekki síður handboltaáhugamönnum annarra þjóða. Svo að það er margt hægt í dag og vonandi tekst að sýna að þetta lið er ekki það slakasta af þeim sem enn eru í pottinum.


mbl.is Íslendingar með lakasta en skemmtilegasta liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband