Hvítþvottur Frjálslynda flokksins

Guðjón Arnar Það verður nú seint sagt að niðurstaða miðstjórnar Frjálslynda flokksins hvað varðar kosningarnar á landsþingi þeirra um liðna helgi komi manni á óvart. Einhvernveginn var ekki von á því að formaður og forystan skrifaði undir gallaðar kosningar og vont ráðslag við framkvæmdina. Það voru vandræðalegri mistök en svo að hægt væri að skrifa undir og því flokkast þessi niðurstaða vart undir annað en klassískan hvítþvott.

Það vakti verulega athygli mína í gær að formaðurinn kallaði það ekki klofning flokksins sem hann leiddi að forveri hans á formannsstóli og stofnandi flokksins hefði sagt skilið við flokkinn með öllu hans nánasta samverkafólki, þ.á.m. dóttur hans sem verið hefur framkvæmdastjóri flokksins í níu ár, að ógleymdum varaþingmanni, miðstjórnarfólki og borgarstjórnarflokknum öllum eins og hann leggur sig. Einhversstaðar hefði verið talað um klofning með minni sviptingum en þessum.

Í kvöld var fróðlegt að sjá og heyra Guðjón Arnar Kristjánsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að það hefði alltaf mátt búast við því að fólk segði sig úr flokknum í tugatali. Ég hef aldrei fyrr heyrt formann stjórnmálaflokks hérlendis segjast hafa búist við fjöldaúrsögnum og eða að eðlilegt sé að fólk streymi úr flokknum, hvað þá trúnaðarfólk og virkt fólk í innra starfi flokksins. Þá sagðist hann það eðlilegt að það verði inn- og útstreymi úr flokknum í smölun til að styðja viðkomandi. Með öðrum orðum er formaðurinn að segja að hann hafi reiknað með því að fólk kæmi bara í flokkinn í smölun og svo strax út aftur. Þetta er alveg kostulegt.

Ég sæi fyrir mér fréttaumfjöllunina ef forveri formanns eins af stærri stjórnmálaflokkunum (öðrum en Frjálslynda flokknum) og allt nánasta samstarfsfólk viðkomandi einstaklings gengi allt út. Auðvitað yrði það ekki kallað neitt annað en pjúraklofningur og það er því auðvitað ekkert annað en klofningur sem blasir við Frjálslynda flokknum. Það að neita því ber vott um mikla pólitíska afneitun. Þessi formaður verður sífellt hlægilegri með hverri stundinni sem líður og ekki bætir þessi hvítþvottur fyrir.

mbl.is Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni engum vafa undirorpin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Ég legg til að þú látir af sífelldum átroðningi þínum á Guðjóni Arnar Kristjánssyni  og núverandi réttkjörinni forystu Frjálslynda flokksins.

 kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2007 kl. 02:05

2 Smámynd: Jóhann H.

Þú ert nú meiri labbakúturinn.  Þú marserar áfram í þessum skrifum þínum samkvæmt herútboðinu sem kom frá Valhöll til stuttbuxnadeilda Sjálfstæðisflokksins.  Rétt eins og sumir félaga þinna sem undir fölsku flykktust á fund Frjálslyndra, í þeirri viðleitni að kljúfa flokkinn með því að kjósa Margréti.  Skrif ykkar labbakútanna undanfarnar vikur færa okkur þeim sem eru þess umkomnir að mynda sér eigin skoðanir í pólitík, heim sanninn um það að fátt hræðist valdaklíkann í Valhöll meir en pólitískt afl Frjálslyndra.  

Brigslyrði, lygar og leynimakk eru ykkar ær og kýr.  

Að sjá þennan flokk sem undanfarin ár hefur aðalega fundið frama sinn í því að níðast á öldruðum og öryrkjum, einkavinavæðingu og þjóðarokri, að ekki sé talað um sérstaklega óskammfeilna tilburði til að koma öllum auðlindum þjóðarinnar í einkaeigu.  Gildir þá einu hvort talað er um  þjóðlendumál, kvótakerfið, vatnalög eða fyrirhugaða einkavæðingu Landvirkjunar og RÚV.

Þvílílikir þjóðníðingar.

Tvær spurningar að lokum.  Hvaða tilgangi Sjálfstæðisflokksins þjónar það að sýna  kjósendum sínum þá lítilsvirðingu að greina ekki frá því hve fjölmennur hann er?  Munu kjósendur vænta þess að sjá yfirlit reikninga og sjóði flokksins í bráð ? 

Jóhann H., 1.2.2007 kl. 12:27

3 identicon

Seastone, hvernig stendur á því að þú ert of mikill aumingi til að koma fram undir nafni?  Hefuru eitthvað að fela?  Þú getur ekki ætlast til að það sé tekið mark á þér þegar aumingjaskapurinn er það mikill að þú þorir ekki að setja nafnið þitt undir þín eigin skrif?  Þú þorir ekki einu sinni að hafa nafnið þitt á blog síðunni þinni!

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:33

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gmaría: Á ég að hætta að tjá skoðanir mínar? Það væri nú eitthvað. Það er ekki nema von að maður skrifi um innanbúðarmál ykkar. Flokkurinn klofinn og flestallir sem sáu myndir af landsþinginu voru gáttaðir á framkvæmd þess. Ég tjái mínar skoðanir óhikað.

Erlingur: Þú þekkir mig það vel að vita að ég segi alltaf það sem mér finnst. Það verður þannig áfram. Það er greinilegt að ég kem við kauninn á einhverjum.

Seastone: Ég get ekki betur séð en að þú sért algjörlega nafnlaus. Skrifin eru dæmd eftir því, algjörlega marklaus og þessi óþverraskrif eru greinilega þannig að þú vilt ekki taka ábyrgð á þeim með nafni þínum. Það er svosem skiljanlegt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll Stefán!

Svo ég verði nú ekki ásökuð um að fela mig á bak við bloggnafnið mitt, þá heiti ég Sigríður Jósefsdóttir.  Ég vil benda þér á litla klausu sem birtist á bls. 4 í Fréttablaðinu í gær (31. 1. 2007).  Þar segir orðrétt:

"Sverrir verður enn í flokknum

Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, verður enn um sinn í flokknum, þótt dóttir hans hafi sagt skilið við flokkinn.  ,,Ég er í ábyrgð fyrir flokkinn og ég þarf að ganga frá ýmsum málum áður en ég geng úr honum," segir Sverrir.  Á nýafstöðnu landsþingi var Sverrir endurkjörinn í fjármálaráð flokksins.  ,,Ég hef verið í fjármálaráði flokksins frá byrjun og ég var kosinn í það áfram.  ...  Það var vegna þess að það fannst enginn í nýju fylkingunni með nógu gott sakavottorð til þess að fara þar inn."

Svo mörg voru þau orð.

Með bestu kveðjum,

Sigríður Jósefsdóttir, 1.2.2007 kl. 13:53

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er gott að vita það Sigríður. Það hvort að Sverrir hafi gengið út í gær eða geri það á morgun skiptir engu úr þessu. Það er öllum ljóst að hann mun yfirgefa flokkinn, ég gef mér að svo verði. Yfirlýsingar hans eru af þeim skala um þá sem ráða flokknum að hann virðist enga samleið lengur eiga með þeim félagsskap.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2007 kl. 13:59

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þú mátt ekki skilja það sem svo að ég haldi að Sverrir ætli ekki að segja sig úr flokknum, þetta var bara til að sýna fram á það að gamli er ekki dauður úr öllum æðum, þó þeir á Fréttablaðinu reyni að fela þetta á innsíðu.  Las einnig í einhverju blaðinu í morgun að Matthías Bjarnason hefði sagt sig úr flokknum.  Forvitnilegt væri að vita hvort Magnús Þór og félagar segi frá þessum 130 sem sögðu sig úr flokknum í gærkveldi.  Með bestu kveðjum,

Sigríður Jósefsdóttir, 1.2.2007 kl. 15:00

8 identicon

gmaria verður bara að sætta sig við það að flokksþingið var hreinn brandari og flokksforystan er ekki trúverðug.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband