Þvílík niðurlæging fyrir Berlusconi

Veronica og Silvio Berlusconi Það er ekki hægt að segja annað en að Veronica Berlusconi hafi sett eftirminnilega ofan í við eiginmann sinn, Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, í dag. Hann mun eitthvað hafa talað niður til hennar í viðurvist annarra kvenna og daðrað við þær á sjónvarpsverðlaunum. Hún vildi fá að hann bæði sig afsökunar prívat og persónulega. Hann mun ekki hafa tekið það í mál.

Veronica fór með þetta á hærra stig heldur betur og birti opið bréf til eiginmannsins, en ekki hvar sem er, heldur hvorki meira né minna í sjálfu La Repubblica, blaði pólitískra andstæðinga Berlusconis. Hann beygði sig undir þau hörðu örlög og að maður minnist ekki á algjöra niðurlægingu og baðst opinberlega afsökunar á framkomu sinni við eiginkonuna. Mikið drama í gangi þarna heldur betur.

Hjónaband Veronicu og Silvio Berlusconi hefur alla tíð þótt sérstakt. Hún er seinni kona Berlusconis, tveim áratugum yngri en hann, á með honum þrjú börn. Hún hefur alla tíð forðast kastljós fjölmiðlanna og sárasjaldan komið fram opinberlega með forsætisráðherranum fyrrverandi á vettvangi stjórnmálanna, en hann var forsætisráðherra Ítalíu, lengst allra ítalskra stjórnmálamanna eftir seinna stríð, í heil fimm ár, á árunum 2001-2006.  Hún hefur ekki viljað veita viðtöl eða verið áberandi í opinberum ferðum Berlusconis.

Þetta er kostulegt fjölmiðlastríð hjónanna, svolítið kaldhæðnislegt vissulega. En það þarf ekki að segja lengur að Veronica Berlusconi sé feimin við kastljós fjölmiðla allavega.

mbl.is Berlusconi biður konu sína auðmjúklega fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Af hverju er það niðurlægjandi fyrir hann að biðja konuna sína afsökunar? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.1.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst það niðurlægjandi fyrir hann að málið skyldi fara svona. Auðvitað átti hann að biðja konuna sína afsökunar áður en þetta fór í svona farveg. Þetta mál er allt hið versta fyrir Berlusconi og undarlegt að hann skyldi ekki vera sá maður að biðja konuna strax fyrirgefningar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Rétt er það, frekar pínlegt fyrir auðkýfinginn. 

En þó finnst mér þetta allt vera meira auðmýkjandi fyrir eiginkonuna, kalt mat! :) 

Dagbjört Hákonardóttir, 1.2.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

..... en samt er þetta framtak hennar stórkostlegt, svo það sé á hreinu!

Dagbjört Hákonardóttir, 1.2.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband