Andri áfram í Eurovision - stuðlögin blíva nú

Andri BergmannVar að horfa á þriðja og síðasta undanriðil forkeppni Eurovision. Ágæt lög og greinilegt að þjóðin vill fjörugri lög áfram. Er alsæll með að frænda mínum, Andra Bergmann frá Eskifirði, tókst að komast áfram með lagið Bjarta brosið, eftir Torfa Ólafsson. Fannst þetta fallegt lag og er auðvitað ánægður með að kappinn er kominn á úrslitakvöldið.

Andri er sonarsonur móðurbróður míns, Þorvaldar Friðrikssonar frá Eskifirði. Það er mikil tónlistarhefð í okkar fólki og Valdi frændi lifði fyrir tónlistina, samdi mörg lög og var mjög áberandi í tónlistarlífi Austfjarða í áratugi og kom fram opinberlega við að syngja og spila nær alveg fram í andlátið. Heimili Valda, Sigurðarhúsið á Eskifirði, er eitt músíkalsta heimili sem ég hef kynnst. Þar skipti tónlistin máli. Það sést mjög vel í börnum Valda, en sennilega er Ellert Borgar, sonur hans, sem síðar varð forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, þeirra þekktast en hann söng í árafjöld með hljómsveitinni Randver.

Frænka mín, úr sömu góðu austfirsku tónlistarfjölskyldunni, söng líka í kvöld. Soffía Karlsdóttir er sonardóttir móðursystur minnar, Árnýjar Friðriksdóttur, og er systir Guðrúnar Árnýjar Karlsdóttur, sem söng í keppninni í fyrra lagið Andvaka. Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð nokkuð hissa að lagið sem hún söng, Júnínótt, eftir Ómar Þ. Ragnarsson, sjónvarpsmann, tókst ekki að komast á úrslitakvöldið. Soffía stóð sig vel og hún má vera stolt af sínu. Það hefur hinsvegar komið vel fram í keppnunum síðustu vikur að fólk vill stuðlög eða lög með hraðari takta áfram og það kom vel fram í kvöld. En lagið hans Ómars var fyrst og fremst hugljúft og notalegt.

Varð svosem ekki hissa með að Hafsteinn Þórólfsson og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða) skyldu komast. Lagið hans Hafsteins er ekta Eurovion-stuðbombulag og fyrirfram ljóst, t.d. af viðbrögðum áhorfenda að það hefði sterkan grunn. Dr. Gunni hefur alltaf verið með öflug lög og merkilegt að sjá hann kominn í Eurovision. Fannst lagið hans og Heiðu ljúft og létt. Líst því vel á lagavalið í kvöld bara. Það er greinilegt að lög í svona stuðtakti er það sem landsmenn vilja og bera öll lögin níu sem keppa um sætið til Helsinki þess merki.

Fyrst og fremst vil ég óska Andra frænda mínum til hamingju og vona að hann standi sig súpervel eftir hálfan mánuð.


mbl.is Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er klárt að þetta var besta lagið í kvöld sem Andri flutti og eitt af tveimur lögum sem ég tel eiga að fara til Finnlands í vor.  Hitt er lagið með Friðrik Ómar.  Gott hjá Andra!  Annars verð ég að vera ósammála þér, Stefán, með lagið hans Ómars Ragnarsonar.  Það virðist vera sem sá maður komi alltaf með einhverja æskuhugsunina á hverju ári í þessa keppni og hverju laginu leiðinlegra....var reyndar la la í ár...svei mér þá!  Kannski það sé hægt að "virkja" kallinn til frekari verka

Hundurinn (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hundurinn: Já, þetta var langbesta lagið í kvöld fannst mér sem Andri flutti. Ég er sennilega ekki hlutlaus í matinu, en þetta og lagið hans dr. Gunna fannst mér best. Mér fannst lagið hans Ómars fallegt og notalegt, kannski ekki Eurovision-lag en gott lag. Það mun vonandi eiga gott líf þó það hafi ekki komist lengra.

Jón Arnar: Sammála. Hafsteinn var flottur og með gott lag, fólk vill greinileg stuð í lögin, létta og góða stemmningu. Það var svo sannarlega í laginu hans Hafsteins, mjög góður taktur í því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.2.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Að mínu mati held ég að valið muni standa milli Jónsa og Hafsteins. Lag Hafsteins mun örugglega höfða mest til ungu kynslóðarinnar, gerði það allavega á mínu heimili og meira að segja konan sagði að þetta væri lagið

Guðmundur H. Bragason, 4.2.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Eurostar - Fyrir Eurovision-geðsjúklinga

Þetta var flott hjá honum. En er hann þá ekki skildur Sverri Bergmann? Það voru einhverjar pælingar um það í mínu partýi allavega.

Eurostar - Fyrir Eurovision-geðsjúklinga, 4.2.2007 kl. 18:49

5 identicon

Finnst Dr. Gunna lagið yfirburða lag í keppninni í ár og finnst skítt ef það fer ekki til Finnlands.

Þorkell Gunnar (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin:

Gummi Braga: Já, þetta eru bæði mjög flott lög. Ef ég á að veðja núna á sigurvegara myndi ég segja Jónsi. En það eru mörg flott og góð lög í boði. Þetta er ekki eins afgerandi og í fyrra þegar að fröken Silvía Nótt og Regína Ósk börðust um þetta.

Eurostar: Andri er frá Eskifirði. Veit ekki til þess að hann sé skyldur Sverri Bergmann, það er þá allavega ekki náskylt. Veit ekki hvort hann er eitthvað skyldur honum í móðurætt.

Keli: Já, þetta er alveg topplag - held að það fái mikinn slatta af atkvæðum. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband