Veikindi Björns

Björn BjarnasonÞað hefur varla farið framhjá neinum að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var fluttur á sjúkrahús í gær í kjölfar þess að hægra lunga hans féll saman. Björn hefur nú sjálfur skrifað um þessa lífsreynslu á vef sínum og hvernig gærdagurinn var hjá honum.

Það er alltaf svo þegar að stjórnmálamenn veikjast að það vekur athygli, hvort sem þar er lítilsháttar eða af meira taginu. Það er fyrir löngu orðið svo að Björn á sér tryggan stað í huga netnotenda og því er mikilvægt við svona aðstæður að hann skrifi um málið og fari yfir hvernig það horfi við sér.

Þegar að Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lenti í alvarlegu umferðarslysi á síðasta ári eyddi hann orðrómi um veikindi sín og stöðu þeirra með blaðamannafundi af sjúkrabeði. Það fannst mér vel til fundið, enda var engin umræða eftir það um hvernig hann væri á sig kominn af meiðslum sínum.

Björn hefur notað netið í tólf ár með áberandi og traustum hætti og skrifað um pólitísk verk sín og það sem gerst hefur hjá honum sem persónu á þessum tíma. Vefur hans er ómetanlegt safn skrifa og hugleiðinga. Það getur enginn íslenskur stjórnmálamaður státað af betra verki á veraldarvefnum en hann.

Það sem ég hef enda alltaf metið mest við Björn er hversu auðvelt er að fylgjast með störfum hans, hann þorir að hafa skoðanir og er áberandi málsvari sinna skoðana, sama hvað á gengur í blíðu sem stríðu. Þessi eiginleiki hefur gert það að verkum að ég met Björn mjög mikils sem stjórnmálamann og persónu.

Ég sendi honum mínar bestu kveðjur og óskir um góðan bata.


mbl.is Hægra lunga Björns Bjarnasonar féll saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Batni Birni, blessi hann.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Adda bloggar

já segi sama, aumingja kallinn

Adda bloggar, 6.2.2007 kl. 22:05

3 identicon

Ekki gat það nú verið verra, sjálft hægra lungað. Slæmt ef Björn þarf að vera háður því vinstra í framtíðinni.

leibbi (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband