Hvers vegna vildi Samfylkingin ekki auglýsa?

Meirihluti bæjarstjórnar AkureyrarEins og kom fram hér í gær voru átök milli meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akureyrar um það hvort auglýsa ætti starf framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Lagðist bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í stjórn Akureyrarstofu, gegn því mati formannsins í nefndinni að auglýsa stöðuna. Voru átök uppi milli fulltrúa flokkanna þar til þeir náðu loks samkomulagi eftir sérstakan sáttafund leiðtoga meirihlutaflokkanna með nefndarmönnunum.

Það er gleðiefni að staðan verði auglýst. Það er hið eina rétta í stöðunni að gera það. Það er enginn vafi á því í huga minum. Í raun má segja að það sé alveg stórundarlegt að takast þurfi á um það hvort auglýsa eigi þessa stöðu. Það á að vera algjört grunnmál að svona stöður séu auglýstar lausar til umsóknar, sérstaklega við þessar aðstæður, enda er með því landslagið skannað og athugað hverjir hafi áhuga á stöðunni, sem er ný, enda ætti verkefnið bæði að teljast spennandi og heillandi fyrir þá sem hafa metnað fyrir sveitarfélaginu og tækifærunum í stöðunni.

Það á alls ekki að vera sjálfgefið að þeir sem fyrir eru í verkefnum í bæjarkerfinu eigi að fá stöðu af þessu tagi án auglýsingar. Nú séu þeir hæfustu umsækjendurnir hljóta þeir að komast sterkast til greina. Ég get því ekki betur séð en að nauðsynlegt og eðlilegt sé að verklagið sé með þessum hætti. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að stöður af þessu tagi við svona aðstæður eigi að auglýsa. Það er því ekki annað hægt en að undrast upphaflega afstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar. Af hverju mátti ekki auglýsa? Var búið að eyrnamerkja kannski einhverjum stöðunni fyrirfram?

Þetta mál sýnir kannski að meirihlutinn sé brothættur. Það verður bara að ráðast. Það er gott að farsæl niðurstaða fékkst í málið. Það er fyrir öllu að svona verði gert, enda er ekkert annað viðeigandi við þessar aðstæður. Það hefði verið hneisa fyrir þessa flokka og bæjarfulltrúa þeirra hefði annað verklag orðið ofan á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvittikvitt:) best að kvitta fyrst maður fattaði hvernig systemið virkar

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:44

2 identicon

Hvernig er það Stefán, hvers vegna var ekki auglýst laust til umsóknar starf bæjarritara þegar flokksgæðingur Sjálfstæðisflokksins og ná tengslaður við einn bæjarfulltrúa flokksins var hand ráðinn ?

Ámundi (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Ámundi

Það var mjög rangt að verki staðið þar að mínu mati. Ég hef aldrei varið það verklag. Þann 26. október skrifaði ég pistil um málið hér á síðuna og sagði mitt mat. Það er og hefur verið mín afgerandi skoðun að röng ákvörðun hafi verið að ráða bæjarritara án auglýsingar. Lestu pistilinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.2.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband