Sorgarsaga konu sem lifði og dó í kastljósi fjölmiðla

Anna Nicole Smith Það fór aldrei á milli mála að bandaríska leikkonan og fyrirsætan Anna Nicole Smith líkti sem mest hún gat eftir gyðjunni Marilyn Monroe. Hún stældi framkomu hennar, röddina og útlit hennar eftir fremsta megni. Nú bendir flest til þess að hún hafi líka dáið eins og Marilyn Monroe, fyrir 45 árum, ekki aðeins langt fyrir aldur fram heldur ennfremur í viðjum ofneyslu lyfja af ýmsu tagi.

Það er allavega öllum ljóst að dauðsfall hennar verður jafn umkringt sorglegum spurningum og vofveiflegheitum og var í tilfelli Marilyn. Krufning á líki stjörnunnar fór fram í dag í Flórída. Sérfræðingar vestan hafs gáfu sér þá niðurstöðu nær algjörlega fyrirfram að hún hefði dáið úr ofneyslu lyfja. Skv. niðurstöðu krufningarinnar er óljóst hver dánarorsökin er og tekur lengri tíma að fá úr því skorið. Ekki aðeins verður þetta mál um dauða hennar heldur er yfirvofandi faðernismál til að fá úr því skorið hver hafi verið faðir fimm mánaða dóttur Smith.

Ekki var það rétt hjá mér sem ég sagði í gærkvöldi að frægu erfðamáli milli Önnu Nicole og fjölskyldu olíuauðjöfursins J. Howard Marshall, sem Anna Nicole Smith giftist árið 1994, sé lokið með dauða hennar. Það mál erfist nú til dóttur Önnu Nicole, hinnar fimm mánaða gömlu Dannie Lynn Hope. Það má því búast við að það hver sé faðir hennar muni ráða miklu um framtíð þessa máls og hver fái yfirráð yfir erfðamálinu fræga.

Dramatík virðist því ætla að halda áfram á fullum krafti í kringum Önnu Nicole Smith þó að hún hafi nú sjálf hinsvegar yfirgefið hið jarðneska líf. Hún lifði og dó í kastljósi fjölmiðla. Ekki er við því að búast að dauði hennar bindi enda á umfjöllunina. Sorgarsaga hennar mun enn um sinn verða umfjöllunarefni fjölmiðla. Fjölmiðlar geta enda fylgt fólki út yfir gröf og dauða.

mbl.is Talið hugsanlegt að dauði Anne Nicole Smith tengist lyfjaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband