Ómerkileg umræða vefstjórans á málefnum

Í gærkvöldi bendi athugull lesandi mér í tölvupósti á það að í gangi væri umræða á spjallvefnum málefnin.com þar sem Ásthildur Cesil Þórðardóttir, vefstjóri og ábyrgðarmaður vefsins, kemur með kjaftasögu þess efnis að ég hefði átt að hafa gengið í Frjálslynda flokkinn til að styðja Margréti Sverrisdóttur í varaformannskjöri flokksins. Þessi saga er uppspuni með rótum, enda hef ég aldrei hitt Margréti eða talað við hana. Einu kynni mín af henni fyrir utan það að heyra af henni í fjölmiðlum er að hún er bloggvinur minn hér á þessu bloggkerfi og er ekki ein um það.

Ég verð að viðurkenna að mér misbauð þessi skrif Ásthildar Cesil og svaraði þeim á vefnum. Hefði ég væntanlega ekki kært mig um það hefði einn nafnleysingjanna komið með þessa ómerkilegu kjaftasögu. Það að vefstjórinn sjálfur komi þar inn með hvaða kjaftasögur sem er olli mér vonbrigðum. Það er greinilegt að þar hefur verið farið fram með meiri kappi en nokkru sinni forsjá. Þessi vefur er reyndar fyrir löngu orðinn brandari. Nægir þar að benda á góð skrif bloggvinkonu minnar, Jónínu Benediktsdóttur, sem hefur staðið sig mjög vel í að skrifa um þennan spjallvef.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir er landsfræg stuðningskona Frjálslyndra, hefur verið varabæjarfulltrúi þeirra á Ísafirði og er skólasystir Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins og mikil vinkona hans. Það verður seint sagt að hún sé óháð og virðist stjórn hennar á þessum spjallvef sem hefur fyrir löngu farið úr öskunni í eldinn ráðast mest eftir hennar behag. Svona ósannar kjaftasögur sem breiddar eru út af vefstjóra þessa vefs eru með ólíkindum og gengisfella bæði vefinn sem slíkan og vefstjórann.

Það er ekkert leyndarmál að mér er mjög illa við Frjálslynda flokkinn og hef gagnrýnt hann í áranna rás allnokkuð. Þrjú ár eru liðin síðan að varaformaður flokksins sagðist í ölæði sínu vilja sprengja mig til helvítis í umræðu á þessum spjallvef. Það er allavega öllum ljóst sem mig þekkja að ég myndi aldrei sjálfviljugur ganga í þennan flokk. Hafi hinsvegar einhver skráð mig í flokkinn og kosið þar í sirkusnum sem var þar um daginn vildi ég gjarnan vita það.

Annars er til annar Stefán Friðrik Stefánsson á öllu landinu, maður sem ég þekki ekki en hef vitað af vegna þess að við berum sama nafn og nokkrum sinnum hef ég fengið símtöl og tölvupóst sem ekki er mér ætlaður heldur honum. Hvort hann hafi skráð sig til liðs við Frjálslynda veit ég ekki og vil ekki vita. Það sem mér finnst verra er að Ásthildur Cesil hefur ekki enn beðist afsökunar á þessum skrifum og eiginlega er ég að bíða eftir því umfram allt annað.

Mér finnst hún hafa sett mjög niður við þetta sem persóna, enda hef ég fram til þessa ekki þekkt hana af neinu vafasömu eða lágkúrulegu. En þessi umræða sannar í eitt skipti fyrir öll að þessi málefnaspjallvefur er orðinn algjör brandari og ekki er vefstjórinn að bæta fyrir virðingu vefsins með skrifum sínum, svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán minn, Ásthildur er brandari í sjálfu sér. Hún hefur gert hver mistökin á fætur öðrum og er nýjum eigendum örugglega ekki skemmt. Svo koma hinir ólæsu nafnlausu handberar spillingarinnar og ráðast að fólki án þess að nöfn þeirra komi fram. Eru til meiri aular?

Ingimundur fær birta grein í Fréttablaðinu á föstudaginn. Sjáðu það launar sig að vera í réttu liðii. Ég fékk mínar endursendar án þess að þær væru opnaðara frá Þorsteini Pálssyni. Er lífið ekki tómur brandari?

Blessaður ekki taka mark á þessu pakki! Það er ekki heil brú í mörgum þarna inni eins og augljóst er orðið.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:03

2 identicon

Já, ekki er hann fríður, Frjálslyndi flokkurinn, og rétt að flengja hann á beran bossann þegar það er uppi á honum typpið!

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir kommentið Jónína. Já, þetta er orðinn algjör brandaravettvangur. Get ekki sagt að ég hafi borið mikla virðingu fyrir vefnum orðið og hafa skrif mín einkennst nokkuð að hárfínni ádeilu á nafnleysingja og skrif þeirra og margt annað tengt vefnum. Ég hef lengi skrifað á spjallvefum og þekki menninguna og karakterana sem þar skrifa mjög vel. Þetta er harður heimur ef ekki dansa allir á sömu línu vissra aðila og sleikja stórfyrirtæki og tengda aðila út og inn. Grimm veröld og leigupennar eru þarna allsvaðandi. En þetta er líka hlægilegur heimur í sinni merkilegustu mynd.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.2.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með Stefáni og vil að gefnu tilefni taka fram eftirfarandi:

Ofangreind athugasemd er ekki skrifuð af alnafna mínum Sigurði Þórðarsyni heldur af mér undirrituðum sem ber sama nafn og hann. 

Sigurður Þórðarson, 13.2.2007 kl. 14:23

5 Smámynd: Sigurjón

Það er slæmt að fólk komist upp með svona lagað, þ.e. að breiða út kjaftasögur án ábyrgðar.  Hins vegar er nú venjulega talað um uppspuna frá rótum; ekki með rótum, bara svo ég bendi vinsamlega á...

Sigurjón, 15.2.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband