Slitinn brandari

Silvía Nótt Jæja, þá er víst Silvía Nótt að snúa aftur, eða allavega reyna að eiga kombakk.... og hún er farin að heimsækja bloggara. Ég botna engan veginn orðið í þessum karakter og þessu öllu. Þetta er orðin hálfgerð óraunveruleikasaga. Þessi brandari byrjaði sem öflugur, náði hámarki sínu með Eurovision-sigri Silvíu fyrir nákvæmlega ári... en eftir keppnina í Grikklandi hefur þetta verið lágstemmt frekar.

Fannst skondið að lesa sögur um heimsóknir Silvíu til bloggara.... maður veit eiginlega ekki hvað segja skal. Þetta er einum of langt gengið myndi ég segja og ég botna engan veginn í þessum vinnubrögðum. Á þetta kannski að vera listrænn gjörningur? Er nema von að spurt sé. Þetta er allavega á mjög undarlega lítinn hátt tengt tónlist allavega. Þetta meikar lítinn sens myndi maður allavega segja.

Fróðlegt verður að sjá hvort að Silvía Nótt eigi sér séns til endurkomu. Ég yrði ekki hissa þó flestir landsmenn væru búnir að fá alveg nóg af karakternum. Frábær leikkona eins og Ágústa Eva sem hefur ráðandi eignarhlut í Silvíu Nótt er fjölhæf leikkona sem sannaði sig í Mýrinni - hún er svo sannarlega betur komin í öðru... þessar nýjustu tiktúrur hennar til samskipta við bloggara landsins er svona einum of.

mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Silvía Nótt á eftir að gera það gott, vittu til!

Vilborg Valgarðsdóttir, 13.2.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég held bara að ég sé pínu skotinn í stelpunni

Guðmundur H. Bragason, 13.2.2007 kl. 15:23

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Þetta er ekki listrænn gjörningur heldur pr-move dauðans. Þetta hefur væntanlega ekki kostað hana meira en bensín og nokkra klukkutíma en hefur skilað sér í plöggi á svo gott sem öllum víðlesnari bloggunum á moggablogginu. 

Egill Óskarsson, 13.2.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband