Kostnaður við áramótaskaupið ekki gefinn upp

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir stundu kom fram hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, að kostnaður við gerð Áramótaskaupsins 2006 yrði ekki gefinn upp á þeim forsendum að Ríkisútvarpið telur um viðskiptaleyndarmál að ræða. Ég verð að taka undir með stjórnarandstöðunni og fyrirspyrjandanum, Björgvini G. Sigurðssyni, alþingismanni og leiðtoga Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, að það er mjög óeðlilegt að halda þessum kostnaði leyndum og því skil ég ekki ummæli ráðherrans og svör hennar í sannleika sagt.

Áramótaskaupið var mjög veglegt síðast, með þeim veglegri frá upphafi. Sumum líkaði húmorinn - öðrum ekki. Það er bara eins og gengur og gerist, er svosem eðlilegt. Það er aldrei hægt að búa til neitt sjónvarpsefni sem fellur í geð hjá öllum landsmönnum. En það er stórundarlegt að kostnaður við þetta efni sé trúnaðarmál. Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og þar eiga engin leyndarmál að vera, allavega ekki í þessum geira að mínu mati. Ég verð því að taka undir það sem kemur frá stjórnarandstöðunni og um leið undrast af hverju þögn er um kostnaðinn.

Á hátíðarstundum er sagt að Ríkisútvarpið sé sameign allra landsmanna. Það á þá að eiga við um að öll svona mál séu á borðinu og eðlilegum spurningum sé svarað á þjóðþinginu. Mér finnst þetta í hæsta máta óeðlilegt að þagnarhjúpur sé sleginn yfir framkvæmdastjórn Sjónvarpsins og stór verkefni þeirra á dagskrárdeildinni. Allt þetta hlýtur að vekja fleiri spurningar en svara átti í dag. Er kostnaðurinn svo mikill að ekki megi gefa þetta upp? Því miður verður varla hjá öðru komist en fara á sveif með þeirri skoðun.

Þetta er allavega undarlegt og spurningar vakna. Er ekki fyrir löngu annars kominn tími til að selja sjónvarpshlutann og Rás 2 og hlúa að Rás 1 frekar. Erum við landsmenn annars að borga afnotagjöldin okkar í Desperate Housewifes, Ugly Betty og Lost? Hvar er innlenda dagskrárgerðin? Vil helst skilja fréttir og Kastljós undan enda lít ég á það sem grunnþjónustu ríkisrekins sjónvarps. Mér finnst Sjónvarpið hafa brugðist menningarskyldu sinni, fer ekki leynt með það. Fyrst og fremst undrast ég þetta pukur yfir dagskrárliðum. Þetta er óeðlilegt, einfalt mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Hjartanlega sammála þér! Fáránlegt að vilja ekki gefa upp kostnað við áramótaskaupið.

Guðfinnur Sveinsson, 14.2.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mjög undarlegt að vilja ekki gefa upp kostnaðinn - hver voru annars rökin fyrir neituninni?

Björg K. Sigurðardóttir, 14.2.2007 kl. 19:39

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Uss... þetta er klúður! Man eftir því í hittifyrra. Þá var Edda Björgvins með skaupið. Þar var alle familíen. jafnvel dóttir hennar var einhver ráðgjafi? Báðir strákarnir og égheld svei mér þá Gísli Rúnar.

Hvernig er það! Er engin leikara fjölskylda sem tekur svona að sér fyrir ,,góðan" pening?

Mér finnst að það eigi að leggja skaupið niður! EÐA....láta Óskar Jónasson sjá alltaf um það og Laddi verði alltaf í skaupinu!

Sveinn Hjörtur , 14.2.2007 kl. 20:21

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment.

Guffi: Já, ekki spurning. Svona á að liggja fyrir, absalút.

Björg: Á grundvelli viðskiptaleyndarmáls eða svo sagði ÞKG í þinginu í dag. Finnst þetta varla boðleg rök, ef rök skyldi kalla.

Sveinn Hjörtur: Algjörlega sammála þér.

mbk. 

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband