4 milljónir pizzukassa falla til árlega á Íslandi

PizzurÞað var mjög fróðlegt að heyra umfjöllun um pizzakassa í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar kom fram að fjórar milljónir pizzukassa falla til árlega hérlendis og væri þeim öllum staflað hlið við hlið í röð myndi röð pizzukassanna ná í rúmlega 250 kílómetra, eða langleiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur í beinni línu. Þetta er svakalegur fjöldi vægast sagt.

Í ofanálag nemur ársneysla Íslendinga því að allir Íslendingar borði fjórtán heilar pizzur á ári. Gyða Björnsdóttir, fræðslufulltrúi Sorpu, var í viðtali í morgun hjá Hrafnhildi og Gesti Einari og var að fara yfir þessi mál. Þetta eru engar smátölur, mjög fróðlegt að heyra af þessu allavega. Vissi að þetta væri slatti en þessar tölur komu mér eiginlega að óvörum vægast sagt. Ætli Íslendingar eigi ekki heimsmet í pizzuáti miðað við höfðatölu? Það kæmi mér allavega ekki á óvart.

Það er því mikið af pizzukössum sem falla til í sorpi á ári hverju. Kom fram í viðtalinu að Sorpa sé að fara í átak við að fólk hendi kössunum með öðrum hætti en bara í standard heimilissorpið. Það má allavega hugsa málin vel. Það er allavega ljóst að þetta er mál sem vert er að hugsa um. Ég er eins og flestir og pantað ágætan slatta af pizzum á ári hverju. Ég ríf alltaf pizzukassann niður í smotterí og hendi þessu svo bara í heimilissorpið. En eflaust mætti hugsa sér betri aðferðir - þessar tölur og umræðan vekur mann allavega til umhugsunar.

En þau eru að standa sig vel með morgunútvarpið þau Gestur Einar og Hrafnhildur. Hlusta alltaf á þáttinn þeirra á morgnana. Það er mjög notalegt og gott að vakna með þessum þætti sem er ljúfur og notalegur í morgunsárið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Þetta eru sóðar !  Stebbi.

Karl Gauti Hjaltason, 14.2.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Hamborgarar,pizzur og annar álíka skyndimatur eru erlendar fyrirmyndir,sem við tileinkum okkur í alltof ríkum mæli.Menn tala um verndun náttúrunnar,hreint loft og tæran sjó,en þurfum við ekki líka að vernda líkama okkar fyrir hættulegum efnum.

Kristján Pétursson, 14.2.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er alveg ótrúlegur pappahaugur sem fer frá hverju heimili á ári hverju til að mynda þá kemur u.þ.b. 205 af markpósti/ruslpósti inn á hvert heimili á stór Reykjavíkursvæðinu á ári!  Ótrúlegt magn það.

En hvað varðar pizzurnar þá er hægt að reikna til gamans að miðað við þetta magn þá þýðir það að hvert mannsbarn á íslandi borði 13 pizzur ár ári, hvorki fleirri né færri og bara miðað við þetta þá má ætla að íslendingar hafi keypt bara pizzur fyrir u.þ.b 6,5 milljarð á síðasta ári, spáið í það!

Ég skrifaði spá blogg um þetta fyrir nokkrum dögum, það má sjá það hér.

Óttarr Makuch, 14.2.2007 kl. 20:48

4 identicon

Gottkvöld,

Þetta viðtal var mjög gott en..... ég vil benda á að það er hægt að fá Endurvinnslutunnu heim og setja í hana dagblöð,pappa,fernur og fl. Kíkið á endurvinnslutunnan.is

 Hannes Örn Ólafsson

Starfsmaður

Gámaþjónustunnar 

Hannes Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Ragnar Ólason

Pizzur eru góður matur, ef þú hefur hollt álegg.

Ragnar Ólason, 14.2.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Er ekki þorri, menn eiga þá að borða súra punga og hákarl, ekki pizzur! :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.2.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment.

Karl Gauti: Vissulega :)

Kristján: Jú vissulega borðum við orðið alltof mikinn skyndimat, þetta er því miður dæmi þess að við borðum orðið svo til á hlaupum. Við lifum í hálfgerðu hraðbrautarsamfélagi. En það er mikilvægt að benda á þessar tölur, þetta eru gígantískar tölur alveg bara með pizzurnar. Það er gott að fá sér skyndimat stundum, en það er annars allt best í hófi eins og spekingurinn sagði forðum.

Óttarr: Takk fyrir þetta góða innlegg. Já, þetta er ekkert smádæmi, gott er einmitt að fara yfir allan ruslpóstinn sem berst manni heim. Þetta er rosalegur pappírshaugur. Fín bloggfærsla hjá þér.

Raggi: Já ekki spurning, þetta þarf svo sannarlega ekki að vera óhollur matur, í sjálfu sér eru pizzur ekki það versta sem hægt er að borða ef það er gert í hófi.

Ester: Jú alveg hiklaust. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2007 kl. 23:40

8 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

í tilefni þorrans þá mæli ég með saltfiskpizzu, algert lostæti

Guðmundur H. Bragason, 15.2.2007 kl. 01:03

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þær eru algjört lostæti, heldur betur. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.2.2007 kl. 01:13

10 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

En andsk.... sóði er maður, henti 2 kössum sjálfur í gærkvöldi eftir að konan pantaði Megaviku Dominos. Ussss maður er neysludýr!!!

Guðmundur H. Bragason, 15.2.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband