Glæsilegt hjá Háskólanum í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík Það er mikill kraftur í Háskólanum í Reykjavík. Á tæpum áratug hefur hann orðið ein öflugasta menningarstofnun landsins og heldur sífellt áfram að vaxa og dafna. Það er góð stefna sem þar er að þeir nemendur sem ná hvað bestum árangri eru verðlaunaðir með því að skólagjöld þeirra séu felld niður.

Þetta er hvetjandi og gott fyrirkomulag - hvetur nemendur til dáða og markar innri samkeppni um að gera betur en næsti maður. Þetta byggir upp liðsanda og kraft, tryggir líf í stofnunina. Þetta gerir það líka óhjákvæmilega að verkum að orðspor skólans sé gott og þangað fari fólk til að efla sig og skólann sem farsæla menntastofnun.

Guðfinna S. Bjarnadóttir lét nýlega af embætti rektors Háskólans í Reykjavík, en hún mun taka sæti á Alþingi eftir tæpa 90 daga sem alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Guðfinna byggði þennan skóla upp með glæsilegri forystu, sýndi kraft og kjark og á stóran þátt í velgengninni. Hún var farsæl og öflug leiðtogaímynd og byggði upp skólann sem það sem hann telst í dag.

Það er enda öllum ljóst að Háskólinn í Reykjavík hefur á sér góða ímynd og öflugt orðspor. Þetta verklag að heiðra þá sem standa sig vel er sérstaklega vel heppnað og er vegsauki fyrir farsælan skóla. HR hefur verið í fararbroddi þeirra skóla sem komu til sögunnar eftir að farsæl háskólalög í menntamálaráðherratíð Björns Bjarnasonar tóku gildi fyrir áratug.

Það er gleðiefni að sjá kraftinn í skólanum - sem brátt verður 10 ára gamall.

mbl.is HR heiðrar bestu nemendur sína og fellir niður skólagjöld þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Rétt til áréttingar. Þó svo þetta sé að koma fram með svona sterkum hætti núna, þá hefur þetta tíðkast frá 2001 (eða kannski var það 2002).

En já, þetta er sniðugt hvatningakerfi og þegar skólagjöldin eru yfir 100 þúsund á önn, þá getur þetta skipt marga máli fjárhagslega.  

Elfur Logadóttir, 15.2.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir ábendinguna Elfur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.2.2007 kl. 10:54

3 identicon

Eg held ad thad hafi verid arid 2002 sem ad HR tok thetta kerfi upp.  Eg utskrifadist einmitt tha og tokst ad komast inn a Forsetalistann a sidustu onninni minni i skolanum.  Eg fekk thvi engin skolagjold felld nidur en vera min a listanum hefur abyggilega hjalpad til thegar eg for i framhaldsnam her i Danmorku.   Oli Helgi.

Olafur Helgi Rognvaldsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:27

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Óli Helgi. Það er orðið langt síðan að við höfum hist, vægast sagt. Við hittumst vonandi í sumar á bekkjarmótinu og tökum gott spjall og skemmtum okkur vel. Það stefnir í gott fjör, það er allt farið á fullt við að undirbúa þetta.

heyrumst

mbk. Stebbi

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.2.2007 kl. 11:33

5 identicon

Stebbi. Ég er sammála kallinum með nafnleyndina! "Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð" eins og segir í batman myndinni. Dónaskapur á ekki upp á pallborðið hjá Cactusi.

Háskólinn í Reykjavík væri mun virðulegri ef hann hefði koníaksstofu.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband