Sigurjón leiðir frjálslynda í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarson Nú er ljóst skv. fréttum að Sigurjón Þórðarson, alþingismaður, muni leiða framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta hefur lengi verið í umræðunni hér að Sigurjón myndi færa sig hingað og kemur allavega ekki að óvörum. Sigurjón hefur verið alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá þingkosningunum 2003 og skipaði annað sætið á lista flokksins þar í þeim kosningum, sætið á eftir Guðjóni Arnari Kristjánssyni.

Sigurjón verður væntanlega eini leiðtogi framboðslista hér í kjördæminu sem býr ekki í kjördæminu, en hann býr að mig minnir á Sauðárkróki. Norðausturkjördæmi og bæði Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi hefur verið hálfgert vandræðakjördæmi fyrir frjálslynda en flokkurinn hefur aldrei hlotið þingsæti á þessu svæði. Í síðustu kosningum mistókst Brynjari Sigurðssyni frá Siglufirði að komast hér á þing, en ekki hefur mikið heyrst af honum í pólitík hér síðan.

Tilfærsla Sigurjóns hingað hefur eiginlega blasað við, enda hefur hann ritað greinar reglulega á akureyri.net og verið sýnilegur hér um slóðir svo að þetta er eitthvað sem búist var við. Með þessu losnar annað sætið á lista flokksins í Norðvestri. Væntanlega er verið að rýma þar til fyrir Kristni H. Gunnarssyni, nýjasta flokksmanninum. Hvort Guðjón Arnar fari fram í Reykjavík er mikið í umræðunni nú, en væntanlega munu listar þessa flokks liggja allsstaðar brátt fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Innilega til hamingju.  Þið munuð væntanlega skemmta ykkur vel með hann í efsta sæti í kosningabaráttunni.

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.2.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Eg óska norðlendíngum til hamingju með öflugan mann.

Georg Eiður Arnarson, 15.2.2007 kl. 17:53

3 identicon

Það er nú gott að einhver leiðir Frjálsblinda.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 20:04

4 identicon

Frjálsblinda er nokkuð gott orð sem samnefnari fyrir  núverandi stjórnarflokka.Góð ábending.

hanna Birna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband