Góð staða Ólafs Ragnars í kosningabaráttunni

Mikið forskot Ólafs Ragnars Grímssonar í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í lok þessa mánaðar kemur ekki að óvörum. Ég hef haft það á tilfinningunni nokkurn tíma að Ólafur Ragnar yrði endurkjörinn, sú tilfinning hefur styrkst eftir að hann hóf formlega kosningabaráttu sína. Eins og staðan er núna stefnir flest í að stóra spurningin á kjördag verði hvort Ólafur Ragnar hljóti hreinan meirihluta atkvæða í kosningabaráttu við fimm frambjóðendur.

Yfirburðir Ólafs Ragnars fara ekki fram hjá neinum þeim sem fylgjast með atburðarásinni. Ólafur Ragnar kann sitt fag, hefur farið í gegnum margar kosningar og hefur reynsluna með sér, auk þess sem það kemur honum mjög til góða að tala gegn aðild að Evrópusambandinu og minna á forystu sína í Icesave-málinu, þegar hann sneri því máli við, með stuðningi þjóðarinnar.

Þóra Arnórsdóttir hafði meðbyr framan af en hefur misst nokkuð fylgi eftir því sem hefur liðið nær kjördegi. Held að mörgum hafi mislíkað mjög að lesa stöðluð og ópersónuleg svör hennar á beinni línu DV, þegar hún svaraði spurningum án þess að svara þeim, og hljómaði frasaleg og kuldaleg. Hún hefur haldið áfram á sömu braut, virkar eins og leikari án handrits.

Þetta kom mér aðeins á óvart þar sem ég taldi að Þóra myndi reyna að vera hlýleg, gera sér far um að svara spurningum hreint út og vera afdráttarlaus. Vandræðalegt hefur verið að sjá hana reyna að neita fyrir tengsl sín við Samfylkinguna og öflin sem tengdust henni. Þessi tjáning styrkir ekki stöðu hennar.

Svo er einn kapítuli hvernig stuðningsmannasveit hennar hefur farið hamförum í árásum á forsetann vegna þess að hann hóf kosningabaráttu af krafti og tjáði sig hispurslaust. Kosningabarátta er aldrei teboð, allra síst núna á örlagatímum þegar við þurfum forseta sem getur verið mótvægi við rúið trausti Alþingi, sem hefur glatað virðingu og trausti þjóðarinnar. Hver treystir Alþingi núna?

Styrkist æ meira í afstöðu minni að við eigum að tryggja Ólafi Ragnari afgerandi og traust umboð í þessum forsetakosningum. Finnst aðrir valkostir í þessum kosningum ekki beysnir og í sjálfu sér rétt að forsetinn njóti þess hversu vel hann hélt á Icesave-málinu og leyfði þjóðinni að taka af skarið. Lýðræðispostular hljóta að fagna því beina lýðræði sem forsetinn hefur fært þjóðinni.

mbl.is Ólafur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ólafur er sigurstranglegur.

einfaldlega vegna þess að mótframbjóðendur eru of slakir.

enginn nógu góður

þó að það væri fjöldi fólks sem undi baka ólaf.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2012 kl. 22:34

2 identicon

Já Baugssleggja en, það fólk sem getur fellt Ólaf finnst bara ekki meðal ESB sinna og þeir sem eru andsnúnir ESB sjá ekki tilgang í því að keppa við hann.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 15:42

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætt Stefán Friðrik, en ég held að það sé ekki bara vegna þess að Ólafur sé snjall í kosninga slag, heldur að hans árangur sé  miklu frekar til komin vegna þess að almenningur,  við íslendingarnir sem stöndum á gólfinu og vinnum með höndunum ,  vitum að senn dregur að ögurstundu. 

Eingin í ríkisstjórn, eingin á alþingi hefur traust landans til að verja eignir okkar og sjálfstæði sem við eignuðumst með basli og hörmungum en líka ánægu sem skapar stolt.   Þessa eign okkar ásælist Evrópusambandið og Kínverska ríkið mjög. 

Megin ástæðan fyrir árangri Ólafs er vegna þess að hann, þessi umdeildi maður gaf landanum færi á að verjasig fyrir svikráðum Steingríms, ríkisstjórnarinnar og máttleysi stjórnarandstöðunnar,  varðandi Icesave. 

Nú er það þjóðar öryggi í húfi,  því að verði okkur nauðgað í Evrópusambandið þá verður íslensk þjóð ekki lengi til.

 

  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2012 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband