Skandall í X-Factor í kvöld - Siggi sendur heim

Siggi Er eiginlega enn orðlaus eftir að Akureyringurinn Siggi, Sigurður Ingimarsson, var sendur heim í X-Factor á Stöð 2 fyrir stundu. Það er með hreinum ólíkindum að þátttöku hans í þættinum sé lokið. Hvorki var hann lakasti keppandinn í kvöld eða með verstu söngframmistöðuna. Þvert á móti tel ég og hef þótt það alla keppnina að Siggi stæði einna fremst keppenda og ætti góða möguleika á sigri. Það er mjög athyglisvert að sjá hvernig að þjóðin dæmir söngframmistöður þarna. Það voru allavega tveir ef ekki þrír sem frekar verðskulduðu botninn þarna. Það gerðu hvorki sönghópurinn Gís né Siggi.

Elínborg Halldórsdóttir, betur þekkt sem Ellý í Q4U, sendi Sigga heim í kvöld. Hún hafði oddaatkvæðið að þessu sinni, enda stóðu Einar Bárðarson og Páll Óskar með sínu fólki, sem skiljanlegt er. Ég hef aldrei skilið af hverju þessi kona var valin þarna til dómarastarfa. Það er hreinn og klár skandall svo sannarlega. Það hefur sannað sig að hún hefur engan þann bakgrunn til að meta söng og virðist koma með hverja steypuna á fætur annarri í umsögnum og vera mjög mislagðar hendur.

Það er ekki hægt annað en tjá afgerandi þá skoðun að Ellý eigi ekki erindi í þessum þætti og ég tek undir skoðanir Einars Bárðarsonar að það sé þessari konu til skammar að senda einn allra frambærilegasta söngvara keppninnar heim á þessari stundu. Það er ekki ofsögum sagt að valið á Ellý sem dómara hafi sannað sig sem algjört flopp, fyrir Stöð 2 og þá sem standa að keppninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Góða kvöldið.

Er þér sammála núna, Gís átti frekar að fara heim. Sjálfsagt erfitt val en Ellý er dálítið skondinn í dómarasætinu. Líklega væri réttast að þau þrjú greiddu atkvæði leynilega um þessi tvö síðustu. Góða nótt og mundu eftir blómunum á sunnudaginn.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.2.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

    Það er alveg rétt að Ellý á ekkert erindi í þennan þátt. Satt best að segja finnst mér hann hálf leiðinlegur eins og ég hafði gaman af idolinu. Það er hundleiðinlegt að hlusta á hnútukast dómaranna.

Mér fannst Siggi þessi í rauninni einn af þremur sem eitthvað er varið í hinir eru unga stelpan og færeyingurinn 

Þóra Guðmundsdóttir, 17.2.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst ekki hægt að sakast við Ellýju, hún var í mjög erfiðu hlutverki. Það er frekar að sakast við þá sem ekki greiddu atkvæði eða héldu að Siggi væri öruggur inni. Þessir á botninum í kvöld voru sannarlega ekki sístu keppendurnir. Ellý var hent út í djúpu laugina í X-Factor, hún mætti vissulega vefja orð sín meira inn í bómull, vera meira dipló, eins og Einar og Palli, en hún lítur greinilega ekki á þetta sem vinsældakeppni milli dómaranna. Það sem hún sagði fyrir tveimur vikum að fólk ætti að horfa eftir því hvort keppendurnir væru með X-Factorinn í sér vakti mig til umhugsunar og ég horfi allt öðruvísi á þáttinn núna! Mér finnst Ellý vera töffari og gott mótvægi við strákana sem eru þaulvanir, ekki hún. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 00:26

4 identicon

Hvað er er Xfactor?

Glanni (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:46

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ertu að norðan Stefán? :):)

Birgir Þór Bragason, 17.2.2007 kl. 10:04

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigríður Laufey: Já, þetta var erfitt val enda verðskuldaði hvorugur flytjandinn að fara heim. Þetta voru mjög dapurleg úrslit svo sannarlega. Nei ekki mun maður gleyma morgundeginum allavega. :)

Þóra: Já nákvæmlega. Mér fannst Idolið betra. Hef horft á þetta aðeins og þetta er fyrsti heili þátturinn sem ég hef séð, en ég hef alltaf heyrt, allavega kynningarbrotin og suma þátttakendur meira en aðra, í flytjendunum. Mér finnst Ellý ekki vera að gera sig, það sem ég hef séð af henni. Í fyrsta þætti valdi Jóhönnu þá sænsku því að hún kæmi nú svo langt að. Frekar billegt. Utan Sigga finnst mér einmitt þessi tvö bera af.

Guðríður: Ellý er ný og eflaust þarf hún að slípast, en samt mér finnst þetta ekki byrja vel hjá henni. En vonandi lagast það, enn eru þónokkrir þættir eftir. En eflaust heillar hún einhverja en hún er allavega meiri töffari já og mjög ákveðin. Markar sér allavega allt annan bakgrunn en Sigga Beinteins í þrjú ár Idolsins.

Glanni: Það er víst söngkeppni í sjónvarpi; kannski ætti þetta frekar að heita Karaoke. :)

Birgir Þór: Jú, það er víst. En ég get ekki annað en sagt að þetta val var ekki gott. Það var vont að bæði voru með fæst atkvæði, en svona er þetta bara. Enn eru allavega nokkrir þarna sem verðskulda ekki að sigra og því er vont að missa alvöru söngvaraefni, einstakling sem er öruggur í þessu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.2.2007 kl. 10:33

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammál þer S.F.S.þarna datt ut mikill söngvari,sennega sá besti ,en svona simakosning biður þvi miður uppá doma sem ekki eru faglegir!!!en Elly er ekki starfi synu vaxin þar i lyggur lika vandin,kemur allt i einuu þarna inn og hefur engva musikhæfleika sjálf!!!!!! Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.2.2007 kl. 10:47

8 identicon

Þátturinn er minni eftur að Siguður datt út, það er auðvelt að setja ? við val Ellýar sem dómara í þessum þáttum.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 11:11

9 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég ætla ekki að tjá mig um hvort Siggi eða Gís áttu að fara heim en þessi Ellý er algjörlega óþolandi. Hún kemur varla útúr sér óbrenglaðri setningu og komment eins og hún kom með í síðasta þætti "Veistu ekki hver ég er?" er alveg síðasta sort.  Og svo er hún einhvern veginn þannig að það er varla hægt að horfa á hana og stílistinn hennar er alveg úti á túni.

Vilborg Valgarðsdóttir, 19.2.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband