Valgerður Sverrisdóttir lengst kvenna í ríkisstjórn

Valgerður Sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur nú setið lengst allra kvenna hérlendis í ríkisstjórn. Skv. mælingum í Morgunblaðinu í dag hefur Valgerður nú verið 2.607 daga í ríkisstjórn, í dag, eða í 7 ár, einn mánuð og 19 daga. Jóhanna Sigurðardóttir, sem var félagsmálaráðherra árin 1987-1994, átti fyrra metið. Valgerður var iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006 en hefur verið utanríkisráðherra síðan 15. júní 2006. Hún var fyrsta konan á báðum ráðherrastólum.

Valgerður hefur setið á Alþingi frá kosningunum 1987 og hefur verið áhrifakona innan Framsóknarflokksins nær allan þann tíma. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, er sú kona sem þriðja er í ráðherrasetu. Hún hefur verið ráðherra í rúm sex ár, eða 1999-2004 og aftur frá 2006 eða ívið lengur og Ingibjörg Pálmadóttir, sem var heilbrigðisráðherra í tæp sex ár, 1995-2001. Það styttist því óðum í að Siv komist á svipaðar slóðir og Jóhanna Sigurðardóttir í ráðherrasetu.

Aðeins ellefu konur hafa tekið sæti í ríkisstjórn Íslands. Fimm þessara kvenna eru sjálfstæðiskonur. Fjórar koma úr Framsóknarflokknum og tvær eru úr Alþýðuflokknum, sem var einn forvera Samfylkingarinnar. Fyrsta konan á ráðherrastóli var Auður Auðuns, sem ennfremur varð fyrsta konan á borgarstjórastóli og forseti borgarstjórnar. Auður varð dómsmálaráðherra árið 1970, eftir andlát dr. Bjarna Benediktssonar í uppstokkun ráðherraliðs Sjálfstæðisflokksins.

Kvenráðherrar í sögu Stjórnarráðs Íslands
Auður Auðuns (1970-1971)
Ragnhildur Helgadóttir (1983-1987)
Jóhanna Sigurðardóttir (1987-1994)
Rannveig Guðmundsdóttir (1994-1995)
Ingibjörg Pálmadóttir (1995-2001)
Sólveig Pétursdóttir (1999-2003)
Siv Friðleifsdóttir (1999-2004; frá 2006)
Valgerður Sverrisdóttir (frá 1999)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (frá 2003)
Sigríður Anna Þórðardóttir (2004-2006)
Jónína Bjartmarz (frá 2006)

mbl.is Lengst kvenna í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Áhugaverð og góð samantekt

Ragnar Bjarnason, 18.2.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Sammála síðasta ræðumanni, áhugaverð og góð samantekt.

Hvað skyldu annars margir karlmenn hafa gengt ráðherrastörfum á Íslandi? 

Björg K. Sigurðardóttir, 18.2.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð komment.

Það er vel á annað hundrað karlmenn sem hafa væntanlega verið ráðherrar hið minnsta, Björg. Ekki hef ég tekið saman. Það var allavega fljótlegra að fara yfir sögu kvenna í Stjórnarráði Íslands, svo mikið er nú víst. Það er mjög slæmt mál hversu fáar konur hafa verið ráðherrar en á móti kemur að þetta eru allt glæsilegar kjarnakonur sem hafa sómt sér vel í ríkisstjórn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.2.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband