Morðalda í London - Blair vill herða byssulögin

Tony BlairÞað hefur verið sorglegt síðustu dagana að heyra fréttir af morðöldunni í London. Fjórir hafa fallið í skotárásum í borginni, þar af þrír unglingar. Í vikunni sá ég ítarlega umfjöllun um þetta mál á Sky, umfjöllun sem fjallaði með vönduðum hætti um stöðu mála, en það hefur sett þungan svartan blæ yfir allt mannlíf í borginni. Virðist fátt vera til ráða, blasir við að um uppsafnaðan vanda í samfélaginu sé að ræða.

Í morgun horfði ég á viðtal við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á BBC þar sem hann svaraði fyrir stöðu mála, sem hlýtur að teljast enn eitt erfiða málið fyrir stjórn hans. Sagðist hann vilja að aldur þeirra sem hægt sé að dæma til harðra refsinga fyrir byssueign verði lækkaður úr 21 ári í 17. Er með ólíkindum að Verkmannaflokkurinn hafi ekki fyrr lagt áherslu á það að breyta lögum í þá átt, en í maí hefur flokkurinn verið við völd í áratug.

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur bent á að þessir atburðir endurspegli alvarlega bresti í bresku samfélagi. Telur hann hættulega framkomu, einmanaleika og þunglyndi ungmenna m.a. stafa af ábyrgðarleysi fullorðinna og mjög skorti á ást og umhyggju í samfélaginu. Vísa forystumenn Íhaldsflokksins óspart á það að upplausn í fjölskyldum og agaleysi sé alvarlegt vandamál og hafa vísað á nýja skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þar eru bresk börn á botninum hvað snertir hamingju og ánægju í lífinu.

Þetta mál virðist erfitt fyrir Verkamannaflokkinn og forsætisráðherrann sem skiljanlega vilja ekki staðfesta að alvarlegir brestir séu í bresku samfélagi. Eftir áratug við völd er varla við því að búast að bresk stjórnvöld taki undir það mat að breskt samfélag sé á botninum hvað þetta varðar. Það er ljóst að þarna er fyrst og fremst um að ræða samfélagsbresti. Er ekki hægt annað en taka t.d. undir ummæli Sir Menzies Campbell, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, um að hvetja verði til virðingar fyrir náunganum og reyna að halda mannleg gildi í heiðri.

En vonandi fer þessari öldu morða og sorgar að linna í London. Þetta er að minna óþyrmilega á morðárásirnar í Washington í september 2002, með öðrum formerkjum, en samt skuggalega líkt. Þetta eru allavega jafnsvartir dagar sem íbúar í London upplifa nú og þeir á Washington-svæðinu fyrir tæpum fimm árum.

Vinkona mín, Ólöf Nordal, verðandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, fjallar um þetta mál í góðri bloggfærslu í dag. Bendi lesendum á að lesa skrif Ólafar.


mbl.is Blair vill herða viðurlög við byssueign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins smá nöldur. Fyrirsögnin er svona "Blair vill herða byssulögin" ég vona að það sé frekar refsingu við brot á byssulögunum.

Bretar eru nefnilega með einhver þau móðursjúkustu byssulög sem um getur fyrir utan ísland sem eru bara brandari.

Byssur drepa nefnilega engann, bara fólkið sem misnotar þær. Og kannski er fólkið í bretlandi bara orðið geðveikt á forsjárhyggjunni.

Örn Johnson '67 (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:49

2 identicon

Það verðmætamat sem ný-frjálshyggjan hefur innleitt á síðastu áratugum hefur m.a.  gengisfellt manneskjuna og þar með mannslífið. Athyglisverð eru skrif Ólafar sem þú bendir á. Mótsögnin er hins vegar sú að ný-frálshyggja ykkar Sjálfstæðismanna, eins og önnur ný-frjálshyggja er í andstöðu við mann- og fjölskyldugildin sem undið gætu ofan af því ofbeldi sem virðist fara vaxandi í samfélaginu. Ástandið í Bretlandi er svona þrátt fyrir að Verkamannaflokkurinn hafi verið tíu ár við völd. Ný-frjálshyggjan þar hefur gengið lengar en hér og erfitt virðist að vinda ofan af neikvæðum afleiðingum hennar. Vítin eru til að varast þau - höfnum frekari ný-frjálshyggju á Íslandi - skiptum um í stjórnarráðinu í vor.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband